Markmiðið að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. október 2015 09:30 Bjarni Lárus Hall bregður sér í skemmtilegt dulargervi í þáttunum 3rd Degree en þar minnir hann helst á einkaspæjara, sem reynir að leysa hinar ýmsu ráðgátur tengdar listamönnunum. Vísir/Pjetur Þessi vettvangur er aðallega hugsaður til þess að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum,“ segir Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who? Hann, ásamt þeim Jóni Atla Guðjónssyni og Skúla Helga Sigurgíslasyni, stendur á bak við nýjan vettvang sem ber nafnið Music Reach og hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist. Music Reach er í formi sjónvarpsstöðvar sem er aðallega hugsuð fyrir útlendinga sem vilja fræðast um og uppgötva íslenska tónlist. Hagsmunir íslenskra tónlistarmanna eru þó hafðir að leiðarljósi þar sem tekjur stöðvarinnar skiptast að megninu til niður á listamennina. „Stöðin er bæði á OZ-inu og á netinu og er áskriftarstöð og tekjur stöðvarinnar skiptast að mestu leyti milli listamannanna,“ segir Baddi. Hann segir stöðina ekki vera með neina sérstaka fyrirmynd. „Við erum í rauninni ekki með neina sérstaka fyrirmynd en við viljum fanga íslensku tónlistarsenuna. Spáðu í því ef það hefði verið til svona vettvangur í leit eitís í Seattle þegar grunge-tónlistin var að koma upp, til að fanga tónlistarsenuna. Þess vegna viljum við fanga íslensku senuna sem er svo áhugaverð.“ Spurður út í hvort það sé ekki kostnaðarsamt að fara út í það að opna slíka stöð segir Baddi helsta kostnaðinn vera vinnuna á bak við hana. „Jú og nei, jú af því að við höfum lagt mikla vinnu í að taka upp tónleika á sem bestan hátt, lagt mikla vinnu og tækjabúnað í þetta, og nei af því að á OZ-platforminu getur hver sem er búið til sína eigin stöð vopnaður einum iPhone ef honum sýnist, það kostar ekkert að opna stöðina.“ Á stöðinni eru Baddi og félagar með þátt sem nefnist 3rd Degree, þar sem íslenskir listamenn eru spurðir spjörunum úr. Þátturinn er unninn í samstarfi við Icelandair. „Þetta er svona „ask me anything“ þáttur og draumurinn er að hafa þáttinn í beinni útsendingu en það verður þó ekki fyrr en í seríu tvö,“ segir Baddi, sem er jafnframt umsjónarmaður þáttarins. Áhorfendur geta þar spurt listamennina að því sem þeir vilja vita. „Við látum fólk senda inn spurningar sem ég les svo fyrir listamanninn.“ Nú þegar hafa tveir íslenskir listamenn komið fram í þættinum, þau Salka Sól Eyfeld úr hljómsveitinni AmabAdamA og Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu. „Þátturinn með Sölku er eini þátturinn sem er alveg tilbúinn en þátturinn með Hauki er að verða tilbúinn. Næstir á dagskrá hjá okkur eru Pink Street Boys.“ Fyrir utan stanslausa tónlist og 3rd Degree verða á stöðinni plötukynningar. „Við ætlum að fá íslenska tónlistarmenn til þess að fjalla um sínar uppáhaldsplötur.“ Gert er ráð fyrir að Music Reach verði komin á fullt í kringum Iceland Airwaves-hátíðina í byrjun nóvember. „Það eru spennandi hlutir fram undan í samstarfi með Iceland Airwaves sem koma enn frekar í ljós á næstu dögum,“ segir Baddi. Tónlist Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Þessi vettvangur er aðallega hugsaður til þess að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum,“ segir Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who? Hann, ásamt þeim Jóni Atla Guðjónssyni og Skúla Helga Sigurgíslasyni, stendur á bak við nýjan vettvang sem ber nafnið Music Reach og hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist. Music Reach er í formi sjónvarpsstöðvar sem er aðallega hugsuð fyrir útlendinga sem vilja fræðast um og uppgötva íslenska tónlist. Hagsmunir íslenskra tónlistarmanna eru þó hafðir að leiðarljósi þar sem tekjur stöðvarinnar skiptast að megninu til niður á listamennina. „Stöðin er bæði á OZ-inu og á netinu og er áskriftarstöð og tekjur stöðvarinnar skiptast að mestu leyti milli listamannanna,“ segir Baddi. Hann segir stöðina ekki vera með neina sérstaka fyrirmynd. „Við erum í rauninni ekki með neina sérstaka fyrirmynd en við viljum fanga íslensku tónlistarsenuna. Spáðu í því ef það hefði verið til svona vettvangur í leit eitís í Seattle þegar grunge-tónlistin var að koma upp, til að fanga tónlistarsenuna. Þess vegna viljum við fanga íslensku senuna sem er svo áhugaverð.“ Spurður út í hvort það sé ekki kostnaðarsamt að fara út í það að opna slíka stöð segir Baddi helsta kostnaðinn vera vinnuna á bak við hana. „Jú og nei, jú af því að við höfum lagt mikla vinnu í að taka upp tónleika á sem bestan hátt, lagt mikla vinnu og tækjabúnað í þetta, og nei af því að á OZ-platforminu getur hver sem er búið til sína eigin stöð vopnaður einum iPhone ef honum sýnist, það kostar ekkert að opna stöðina.“ Á stöðinni eru Baddi og félagar með þátt sem nefnist 3rd Degree, þar sem íslenskir listamenn eru spurðir spjörunum úr. Þátturinn er unninn í samstarfi við Icelandair. „Þetta er svona „ask me anything“ þáttur og draumurinn er að hafa þáttinn í beinni útsendingu en það verður þó ekki fyrr en í seríu tvö,“ segir Baddi, sem er jafnframt umsjónarmaður þáttarins. Áhorfendur geta þar spurt listamennina að því sem þeir vilja vita. „Við látum fólk senda inn spurningar sem ég les svo fyrir listamanninn.“ Nú þegar hafa tveir íslenskir listamenn komið fram í þættinum, þau Salka Sól Eyfeld úr hljómsveitinni AmabAdamA og Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu. „Þátturinn með Sölku er eini þátturinn sem er alveg tilbúinn en þátturinn með Hauki er að verða tilbúinn. Næstir á dagskrá hjá okkur eru Pink Street Boys.“ Fyrir utan stanslausa tónlist og 3rd Degree verða á stöðinni plötukynningar. „Við ætlum að fá íslenska tónlistarmenn til þess að fjalla um sínar uppáhaldsplötur.“ Gert er ráð fyrir að Music Reach verði komin á fullt í kringum Iceland Airwaves-hátíðina í byrjun nóvember. „Það eru spennandi hlutir fram undan í samstarfi með Iceland Airwaves sem koma enn frekar í ljós á næstu dögum,“ segir Baddi.
Tónlist Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira