Bílaleigubílar 47% seldra bíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 10:41 Sala jepplinga hefur verið í miklum blóma á Íslandi í ár. Hér sést Nissan Qashqai. Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent