Ísland í dag: Opið hjónaband - Hún á betri séns en hann Margrét Erla Maack skrifar 6. október 2015 19:45 Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira