Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 12:28 Brúin yfir Eldvatn í gærdag. mynd/guðmundur valur Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. Brúin hefur nú verið lokuð síðan á laugardag og er ekki útlit fyrir að hún verði opnuð í bráð. Guðmundur Valur Guðmundsson, brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir erfitt að meta hvað verður um brúna. „Við erum að greina það núna hvernig staðan er og við þurfum að bíða eftir því að vatnið sjatni betur áður en við sjáum hvað þarf að gera. Það eru mjög veik jarðlög þarna sem búið er að grafa undan en við sjáum ekkert hvað þarf að gera fyrr en vatnið er búið að lækka meira,“ segir Guðmundur.Mun rigna fram á morgunNær stanslaust hefur rignt á suðausturlandi síðan í gærmorgun og því er enn mikið vatn í Skaftá. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnsmagnið í ánni nú sé eins og í litlu hlaupi. Gísli segir það ekki góða stöðu fyrir sveitarfélagið ef að brúin fari þar sem um mikilvæga samgönguæð sé að ræða fyrir sveitina. Brúin stytti meðal annars leiðina niður á þjóðveg en ef hennar nýtur ekki við þarf að fara um Hrífunesheiði sem getur verið erfið yfirferðar á veturna.Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun áfram rigna á suðausturlandi í dag og fram á nótt. Aðeins mun draga úr rigningunni í dag en svo gæti hugsanlega bætt aftur í hana í nótt.Enn hætta á að flæði yfir hringveginnEnn er fylgst með því á einum stað á þjóðvegi 1 hvort að vatn muni flæða yfir veginn að sögn Víðis Reynissonar, lögreglufulltrúa á Suðurlandi. Um er að ræða stað sem er austarlega í Eldhrauni.Víðir segir að nú sé að koma betur í ljós hversu mikið tjón hafi orðið í hlaupinu.„Við munum væntanlega setjast niður í dag með aðilum eins og Bjargráðasjóði og Landgræðslunni til að koma og líta á það tjón sem orðið hefur hér.“ Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. Brúin hefur nú verið lokuð síðan á laugardag og er ekki útlit fyrir að hún verði opnuð í bráð. Guðmundur Valur Guðmundsson, brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir erfitt að meta hvað verður um brúna. „Við erum að greina það núna hvernig staðan er og við þurfum að bíða eftir því að vatnið sjatni betur áður en við sjáum hvað þarf að gera. Það eru mjög veik jarðlög þarna sem búið er að grafa undan en við sjáum ekkert hvað þarf að gera fyrr en vatnið er búið að lækka meira,“ segir Guðmundur.Mun rigna fram á morgunNær stanslaust hefur rignt á suðausturlandi síðan í gærmorgun og því er enn mikið vatn í Skaftá. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnsmagnið í ánni nú sé eins og í litlu hlaupi. Gísli segir það ekki góða stöðu fyrir sveitarfélagið ef að brúin fari þar sem um mikilvæga samgönguæð sé að ræða fyrir sveitina. Brúin stytti meðal annars leiðina niður á þjóðveg en ef hennar nýtur ekki við þarf að fara um Hrífunesheiði sem getur verið erfið yfirferðar á veturna.Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun áfram rigna á suðausturlandi í dag og fram á nótt. Aðeins mun draga úr rigningunni í dag en svo gæti hugsanlega bætt aftur í hana í nótt.Enn hætta á að flæði yfir hringveginnEnn er fylgst með því á einum stað á þjóðvegi 1 hvort að vatn muni flæða yfir veginn að sögn Víðis Reynissonar, lögreglufulltrúa á Suðurlandi. Um er að ræða stað sem er austarlega í Eldhrauni.Víðir segir að nú sé að koma betur í ljós hversu mikið tjón hafi orðið í hlaupinu.„Við munum væntanlega setjast niður í dag með aðilum eins og Bjargráðasjóði og Landgræðslunni til að koma og líta á það tjón sem orðið hefur hér.“
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49
Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09