Fyrsti Íslendingurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. október 2015 00:00 Hann er óheflaður og hávær. Hann heldur að allur heimurinn snúst í kringum hann og freku börnin hans. Hann er einkennilega fölur en um leið rauðþrútinn af bjórsulli síðustu daga. Við þekkjum hann öll og við hötum hann. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem við mætum á flugvellinum á leið heim úr fríinu. Hann minnir okkur á svo margt, þessi gjammandi mannapi. Vinnuna sem bíður okkar á mánudagsmorguninn. Nístandi kuldann sem tekur á móti okkur eftir nokkra klukkutíma í Leifsstöð. Handónýta samfélagið sem við neyðumst til að taka þátt í um leið og dekk vélarinnar snerta jörðina. Í nokkra daga leið okkur eins og sannkölluðum heimsborgurum. Við gengum um götur stórborgar í brakandi ferskum fötum úr H&M sem við borguðum nokkuð eðlilegt verð fyrir. Við borðuðum á fínum veitingastöðum og gátum gert grín að nefstærð mannsins á næsta borði án þess að þurfa að hvísla. Ef við heyrðum íslensku einhvers staðar þá þóttumst við ekki heyra hana, þó okkur langaði auðvitað innst inni að hrópa: „Hey, eruð þið íslensk?“ Við erum nefnilega yfir Íslendinga hafin þegar við förum í frí. Og þarna er hann mættur út á völl, íslenski ruddinn, að röfla eitthvað um Tax Free á bjagaðri ensku við þolinmóðan flugvallarstarfsmann. Berandi vaff fram eins og tvöfalt vaff, alveg eins og fáráður. Hann er holdgervingur alls þess sem við þolum ekki við landið okkar. Hann staupar sig með litlum flöskum í vélinni, eyðir stórfé í sígarettur og ilmvötn úr skranvagninum og svo klappar hann þegar flugvélin lendir. Hann er smáborgari fram í fingurgóma – og hann er alveg eins og við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Hann er óheflaður og hávær. Hann heldur að allur heimurinn snúst í kringum hann og freku börnin hans. Hann er einkennilega fölur en um leið rauðþrútinn af bjórsulli síðustu daga. Við þekkjum hann öll og við hötum hann. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem við mætum á flugvellinum á leið heim úr fríinu. Hann minnir okkur á svo margt, þessi gjammandi mannapi. Vinnuna sem bíður okkar á mánudagsmorguninn. Nístandi kuldann sem tekur á móti okkur eftir nokkra klukkutíma í Leifsstöð. Handónýta samfélagið sem við neyðumst til að taka þátt í um leið og dekk vélarinnar snerta jörðina. Í nokkra daga leið okkur eins og sannkölluðum heimsborgurum. Við gengum um götur stórborgar í brakandi ferskum fötum úr H&M sem við borguðum nokkuð eðlilegt verð fyrir. Við borðuðum á fínum veitingastöðum og gátum gert grín að nefstærð mannsins á næsta borði án þess að þurfa að hvísla. Ef við heyrðum íslensku einhvers staðar þá þóttumst við ekki heyra hana, þó okkur langaði auðvitað innst inni að hrópa: „Hey, eruð þið íslensk?“ Við erum nefnilega yfir Íslendinga hafin þegar við förum í frí. Og þarna er hann mættur út á völl, íslenski ruddinn, að röfla eitthvað um Tax Free á bjagaðri ensku við þolinmóðan flugvallarstarfsmann. Berandi vaff fram eins og tvöfalt vaff, alveg eins og fáráður. Hann er holdgervingur alls þess sem við þolum ekki við landið okkar. Hann staupar sig með litlum flöskum í vélinni, eyðir stórfé í sígarettur og ilmvötn úr skranvagninum og svo klappar hann þegar flugvélin lendir. Hann er smáborgari fram í fingurgóma – og hann er alveg eins og við.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun