Stefnir í besta bílasöluár frá upphafi í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2015 15:05 Sala bíla hefur aldrei gengið eins vel í Bandaríkjunum og í ár. Svo vel gekk að selja nýja bíla í Bandaríkjunum í september að nú eru miklar líkur á því að þetta ár muni slá við mesta bílasöluári landsins, síðan árið 2000. Þá seldust 17,395 milljón bílar, en nú gæti salan slegið hátt í 18 milljón bíla. Salan í September jókst frá fyrra ári um 15,8% og verður það að teljast vænn vöxtur því salan í fyrra var einkar góð og endaði í rétt um 17 milljón bílum. Stóru bandarísku framleiðendunum gekk vel í síðasta mánuði og Ford náði 23,4% söluaukningu, Fiat/Chrysler 13,6% aukningu og GM 12,5%. Mestu aukningu allra bílaframleiðenda náði Land Rover með 88,5% meiri sölu, en Mitsubishi náði 36% aukningu og Subaru 28%. Næstum allir bílaframleiðendur náðu reyndar aukningu í sölu og af þýsku framleiðendunum náði Porsche besta árangrinum með 23% aukningu og Audi var með 16% aukningu. Gríðarleg sala er í pallbílum og stórum jeppum frá bandarísku framleiðendunum. Sem dæmi um það seldust í þessum eina septembermánuði 70.000 Ford F-150 pallbílar, en það jafnast á við sexfalda heildarsölu allra bíla á Íslandi allt árið í fyrra. Víst era ð það skaðar ekki söluna í Bandaríkjunum í ár að verð á eldsneyti er afar lágt og hefur l´kkað mikið á árinu. Ennfremur gengur vel í efnahagslífinu. Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent
Svo vel gekk að selja nýja bíla í Bandaríkjunum í september að nú eru miklar líkur á því að þetta ár muni slá við mesta bílasöluári landsins, síðan árið 2000. Þá seldust 17,395 milljón bílar, en nú gæti salan slegið hátt í 18 milljón bíla. Salan í September jókst frá fyrra ári um 15,8% og verður það að teljast vænn vöxtur því salan í fyrra var einkar góð og endaði í rétt um 17 milljón bílum. Stóru bandarísku framleiðendunum gekk vel í síðasta mánuði og Ford náði 23,4% söluaukningu, Fiat/Chrysler 13,6% aukningu og GM 12,5%. Mestu aukningu allra bílaframleiðenda náði Land Rover með 88,5% meiri sölu, en Mitsubishi náði 36% aukningu og Subaru 28%. Næstum allir bílaframleiðendur náðu reyndar aukningu í sölu og af þýsku framleiðendunum náði Porsche besta árangrinum með 23% aukningu og Audi var með 16% aukningu. Gríðarleg sala er í pallbílum og stórum jeppum frá bandarísku framleiðendunum. Sem dæmi um það seldust í þessum eina septembermánuði 70.000 Ford F-150 pallbílar, en það jafnast á við sexfalda heildarsölu allra bíla á Íslandi allt árið í fyrra. Víst era ð það skaðar ekki söluna í Bandaríkjunum í ár að verð á eldsneyti er afar lágt og hefur l´kkað mikið á árinu. Ennfremur gengur vel í efnahagslífinu.
Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent