Eitt besta veiðisumar síðustu 30 ára Karl Lúðvíksson skrifar 2. október 2015 10:00 Veiðisumarið sem nú er senn á enda er þegar upp er staðið eitt það besta frá 1974 og þau eru ófá metin sem hafa fallið á þessu ári. Veiðin byrjaði seint og tók síðan hressilega við sér og vikutölurnar úr ánum voru alveg ótrúlegar á sumum vikum og þá sérstaklega úr Miðfjarðará, Blöndu og Laxá á Ásum. Norðurá og Langá áttu sina spretti, eins Svalbarðsá, Hrútafjarðará, Jökla og auðvitað Ytri Rangá. Nokkur met hafa fallið í laxveiðiánum og auðvitað margslegið met í sjálfbæru ánum en bæði Blanda og Miðfjarðará fóru yfir gamla met Þverársem var 4.165 lax árið 2005. Árnar sem eiga metsumar eru meðal annars Miðfjarðará með 6.028 laxa, Blanda með 4.829 laxa, Ormarsá með 851 lax, Jökla með 815 laxa, Gljúfurá í Borgarfirði með 641 lax, Hrútafjarðará með 860 laxa og Húseyjakvísl með 410 laxa. Svartá í Húnavatnssýslu jafnar síðan metið sitt frá 1998. Þessu til viðbótar eru fjölmargar laxveiðiárnar að eiga það gott ár að það fer inná listann yfir bestu veiðisumur frá 1974 í viðkomandi á. Veiðitölurnar eru fengnar af lista yfir aflatölur laxveiðiánna og hann má finna í heild sinni hér. Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði
Veiðisumarið sem nú er senn á enda er þegar upp er staðið eitt það besta frá 1974 og þau eru ófá metin sem hafa fallið á þessu ári. Veiðin byrjaði seint og tók síðan hressilega við sér og vikutölurnar úr ánum voru alveg ótrúlegar á sumum vikum og þá sérstaklega úr Miðfjarðará, Blöndu og Laxá á Ásum. Norðurá og Langá áttu sina spretti, eins Svalbarðsá, Hrútafjarðará, Jökla og auðvitað Ytri Rangá. Nokkur met hafa fallið í laxveiðiánum og auðvitað margslegið met í sjálfbæru ánum en bæði Blanda og Miðfjarðará fóru yfir gamla met Þverársem var 4.165 lax árið 2005. Árnar sem eiga metsumar eru meðal annars Miðfjarðará með 6.028 laxa, Blanda með 4.829 laxa, Ormarsá með 851 lax, Jökla með 815 laxa, Gljúfurá í Borgarfirði með 641 lax, Hrútafjarðará með 860 laxa og Húseyjakvísl með 410 laxa. Svartá í Húnavatnssýslu jafnar síðan metið sitt frá 1998. Þessu til viðbótar eru fjölmargar laxveiðiárnar að eiga það gott ár að það fer inná listann yfir bestu veiðisumur frá 1974 í viðkomandi á. Veiðitölurnar eru fengnar af lista yfir aflatölur laxveiðiánna og hann má finna í heild sinni hér.
Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði