„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2015 16:17 Örlygur Hnefill í fullum skrúða. Samsett/Arnar Ómarsson/Air Berlin „Manni fannst maður svolítið vera kominn í annan heim,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi á Húsavík en hann birtist á forsíðu nýjasta tímarits flugfélagsins Air Berlin fullklæddur í geimfarabúning hoppandi um Námaskarð. Örlygur Hnefill er mikill áhugamaður um geimferðir og starfrækir Könnunarsögusafnið á Húsavík sem er tileinkað sögu land- og geimkönnunar. Aðalrými safnsins er helgað geimferðum en Örlygur Hnefill segir að Air Berlin hafi aðallega verið að fjalla um ferð sem hann mun standa fyrir næsta sumar. „Ég hef verið skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum í mörg ár. Það hefur opnað alveg ótrúlega margar dyr fyrir mig,“ segir Örlygur en hann hefur fengið vísindamenn frá NASA og geimfara í heimsókn til sín. Síðastliðið sumar kom til að mynda Jim Reeves, yfirmaður Marsbílarannsókna NASA og brölluðu hann og Örlygur ýmislegt saman. Á næsta ári mun vísindamaður frá NASA koma til landsins og kenna ferðamönnum um jarðsögu pláneta sólkerfisins. „Við gerðum það að gamni okkar að taka jarðsýnisprufu í Námaskarði og hann ætlar að bera það saman við jarðvegssýni af Mars sem Curiosity hefur safnað saman. Hann er á því að það ætti að senda þá geimfara sem fara til Mars til æfinga hingað á Íslandi.“Forsíðan í heild sinni.Air BerlinAllir vildu fá mynd af sér með geimfaranum Myndatakan fór fram í Námaskarði sem er fjölsóttur ferðamannastaður. Á myndinni má sjá að Örlygur lítur út fyrir að vera einn í sínum eigin heimi en í raun og veru hafi verið fjölmargir ferðamenn á staðnum, það hafi þó ekki verið mikið mál að fá þá til þess að færa sig. „Ferðamennirnir vildu allir standa við hliðina á ljósmyndaranum til þess að taka myndir af mér og svo vildu margir fá mynd af sér og mér í geimfarabúningnum.“ Örlygur segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að ganga um Námaskarðið í geimfarabúning en eitt hafi þó haldið honum niðri á jörðini. „Manni fannst maður vera kominn í annan heim, ég get alveg viðurkennt það. Þyngdaraflið togaði reyndar alveg jafn mikið í mig og venjulega, meira ef eitthvað er þar sem búningurinn er frekar þungur.“En hvernig vitum við að þetta sért þú á myndinni?„Þetta er ég. Það er reyndar engin leið til þess að sannreyna það en þetta er ég.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Manni fannst maður svolítið vera kominn í annan heim,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi á Húsavík en hann birtist á forsíðu nýjasta tímarits flugfélagsins Air Berlin fullklæddur í geimfarabúning hoppandi um Námaskarð. Örlygur Hnefill er mikill áhugamaður um geimferðir og starfrækir Könnunarsögusafnið á Húsavík sem er tileinkað sögu land- og geimkönnunar. Aðalrými safnsins er helgað geimferðum en Örlygur Hnefill segir að Air Berlin hafi aðallega verið að fjalla um ferð sem hann mun standa fyrir næsta sumar. „Ég hef verið skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum í mörg ár. Það hefur opnað alveg ótrúlega margar dyr fyrir mig,“ segir Örlygur en hann hefur fengið vísindamenn frá NASA og geimfara í heimsókn til sín. Síðastliðið sumar kom til að mynda Jim Reeves, yfirmaður Marsbílarannsókna NASA og brölluðu hann og Örlygur ýmislegt saman. Á næsta ári mun vísindamaður frá NASA koma til landsins og kenna ferðamönnum um jarðsögu pláneta sólkerfisins. „Við gerðum það að gamni okkar að taka jarðsýnisprufu í Námaskarði og hann ætlar að bera það saman við jarðvegssýni af Mars sem Curiosity hefur safnað saman. Hann er á því að það ætti að senda þá geimfara sem fara til Mars til æfinga hingað á Íslandi.“Forsíðan í heild sinni.Air BerlinAllir vildu fá mynd af sér með geimfaranum Myndatakan fór fram í Námaskarði sem er fjölsóttur ferðamannastaður. Á myndinni má sjá að Örlygur lítur út fyrir að vera einn í sínum eigin heimi en í raun og veru hafi verið fjölmargir ferðamenn á staðnum, það hafi þó ekki verið mikið mál að fá þá til þess að færa sig. „Ferðamennirnir vildu allir standa við hliðina á ljósmyndaranum til þess að taka myndir af mér og svo vildu margir fá mynd af sér og mér í geimfarabúningnum.“ Örlygur segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að ganga um Námaskarðið í geimfarabúning en eitt hafi þó haldið honum niðri á jörðini. „Manni fannst maður vera kominn í annan heim, ég get alveg viðurkennt það. Þyngdaraflið togaði reyndar alveg jafn mikið í mig og venjulega, meira ef eitthvað er þar sem búningurinn er frekar þungur.“En hvernig vitum við að þetta sért þú á myndinni?„Þetta er ég. Það er reyndar engin leið til þess að sannreyna það en þetta er ég.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35
Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30