„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2015 16:17 Örlygur Hnefill í fullum skrúða. Samsett/Arnar Ómarsson/Air Berlin „Manni fannst maður svolítið vera kominn í annan heim,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi á Húsavík en hann birtist á forsíðu nýjasta tímarits flugfélagsins Air Berlin fullklæddur í geimfarabúning hoppandi um Námaskarð. Örlygur Hnefill er mikill áhugamaður um geimferðir og starfrækir Könnunarsögusafnið á Húsavík sem er tileinkað sögu land- og geimkönnunar. Aðalrými safnsins er helgað geimferðum en Örlygur Hnefill segir að Air Berlin hafi aðallega verið að fjalla um ferð sem hann mun standa fyrir næsta sumar. „Ég hef verið skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum í mörg ár. Það hefur opnað alveg ótrúlega margar dyr fyrir mig,“ segir Örlygur en hann hefur fengið vísindamenn frá NASA og geimfara í heimsókn til sín. Síðastliðið sumar kom til að mynda Jim Reeves, yfirmaður Marsbílarannsókna NASA og brölluðu hann og Örlygur ýmislegt saman. Á næsta ári mun vísindamaður frá NASA koma til landsins og kenna ferðamönnum um jarðsögu pláneta sólkerfisins. „Við gerðum það að gamni okkar að taka jarðsýnisprufu í Námaskarði og hann ætlar að bera það saman við jarðvegssýni af Mars sem Curiosity hefur safnað saman. Hann er á því að það ætti að senda þá geimfara sem fara til Mars til æfinga hingað á Íslandi.“Forsíðan í heild sinni.Air BerlinAllir vildu fá mynd af sér með geimfaranum Myndatakan fór fram í Námaskarði sem er fjölsóttur ferðamannastaður. Á myndinni má sjá að Örlygur lítur út fyrir að vera einn í sínum eigin heimi en í raun og veru hafi verið fjölmargir ferðamenn á staðnum, það hafi þó ekki verið mikið mál að fá þá til þess að færa sig. „Ferðamennirnir vildu allir standa við hliðina á ljósmyndaranum til þess að taka myndir af mér og svo vildu margir fá mynd af sér og mér í geimfarabúningnum.“ Örlygur segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að ganga um Námaskarðið í geimfarabúning en eitt hafi þó haldið honum niðri á jörðini. „Manni fannst maður vera kominn í annan heim, ég get alveg viðurkennt það. Þyngdaraflið togaði reyndar alveg jafn mikið í mig og venjulega, meira ef eitthvað er þar sem búningurinn er frekar þungur.“En hvernig vitum við að þetta sért þú á myndinni?„Þetta er ég. Það er reyndar engin leið til þess að sannreyna það en þetta er ég.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
„Manni fannst maður svolítið vera kominn í annan heim,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi á Húsavík en hann birtist á forsíðu nýjasta tímarits flugfélagsins Air Berlin fullklæddur í geimfarabúning hoppandi um Námaskarð. Örlygur Hnefill er mikill áhugamaður um geimferðir og starfrækir Könnunarsögusafnið á Húsavík sem er tileinkað sögu land- og geimkönnunar. Aðalrými safnsins er helgað geimferðum en Örlygur Hnefill segir að Air Berlin hafi aðallega verið að fjalla um ferð sem hann mun standa fyrir næsta sumar. „Ég hef verið skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum í mörg ár. Það hefur opnað alveg ótrúlega margar dyr fyrir mig,“ segir Örlygur en hann hefur fengið vísindamenn frá NASA og geimfara í heimsókn til sín. Síðastliðið sumar kom til að mynda Jim Reeves, yfirmaður Marsbílarannsókna NASA og brölluðu hann og Örlygur ýmislegt saman. Á næsta ári mun vísindamaður frá NASA koma til landsins og kenna ferðamönnum um jarðsögu pláneta sólkerfisins. „Við gerðum það að gamni okkar að taka jarðsýnisprufu í Námaskarði og hann ætlar að bera það saman við jarðvegssýni af Mars sem Curiosity hefur safnað saman. Hann er á því að það ætti að senda þá geimfara sem fara til Mars til æfinga hingað á Íslandi.“Forsíðan í heild sinni.Air BerlinAllir vildu fá mynd af sér með geimfaranum Myndatakan fór fram í Námaskarði sem er fjölsóttur ferðamannastaður. Á myndinni má sjá að Örlygur lítur út fyrir að vera einn í sínum eigin heimi en í raun og veru hafi verið fjölmargir ferðamenn á staðnum, það hafi þó ekki verið mikið mál að fá þá til þess að færa sig. „Ferðamennirnir vildu allir standa við hliðina á ljósmyndaranum til þess að taka myndir af mér og svo vildu margir fá mynd af sér og mér í geimfarabúningnum.“ Örlygur segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að ganga um Námaskarðið í geimfarabúning en eitt hafi þó haldið honum niðri á jörðini. „Manni fannst maður vera kominn í annan heim, ég get alveg viðurkennt það. Þyngdaraflið togaði reyndar alveg jafn mikið í mig og venjulega, meira ef eitthvað er þar sem búningurinn er frekar þungur.“En hvernig vitum við að þetta sért þú á myndinni?„Þetta er ég. Það er reyndar engin leið til þess að sannreyna það en þetta er ég.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35
Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30