Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 10:56 Skildi þessi Aston Martin DB10 hafa verið eyðilagður? Rétt eins og það er ómögulegt að búa til ommilettu án þess að brjóta nokkur egg er ekki hægt að gera James Bond mynd án þess að eyðileggja nokkra bíla. Það hljóta þó að vera ansi margir bílar sem voru eyðilagðir við upptökur á myndinni því virði þeirra var 37 milljónir dollar, eða ríflega 4,7 milljarðar króna. Þetta er að sjálfsögðu met í eyðileggingu bíla við gerð kvikmyndar. Tökur myndarinnar í Róm tók mestan tollinn en í Vatikaninu var bílum ekið á allt að 180 kílómetra ferð og endaði ferð þeirra flestra illa, en þetta atriði í myndinni tekur aðeins 4 sekúndur. Einir 10 Aston Martin DB10 bílar voru notaðir við gerð myndarinnar og eyðilögðust 7 þeirra. Það mun svo koma í ljós þann 6. nóvember hvort öll þessi eyðilegging hafi verið þess virði, en þá er Spectre, nýjasta James Bond myndin frumsýnd. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent
Rétt eins og það er ómögulegt að búa til ommilettu án þess að brjóta nokkur egg er ekki hægt að gera James Bond mynd án þess að eyðileggja nokkra bíla. Það hljóta þó að vera ansi margir bílar sem voru eyðilagðir við upptökur á myndinni því virði þeirra var 37 milljónir dollar, eða ríflega 4,7 milljarðar króna. Þetta er að sjálfsögðu met í eyðileggingu bíla við gerð kvikmyndar. Tökur myndarinnar í Róm tók mestan tollinn en í Vatikaninu var bílum ekið á allt að 180 kílómetra ferð og endaði ferð þeirra flestra illa, en þetta atriði í myndinni tekur aðeins 4 sekúndur. Einir 10 Aston Martin DB10 bílar voru notaðir við gerð myndarinnar og eyðilögðust 7 þeirra. Það mun svo koma í ljós þann 6. nóvember hvort öll þessi eyðilegging hafi verið þess virði, en þá er Spectre, nýjasta James Bond myndin frumsýnd.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent