Rýna í menningararf Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. október 2015 11:30 Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein eru ritstjórar bókarinnar. Vísir/Pjetur „Þetta eru þrettán kaflar eftir fjórtán höfunda. Það sem við erum að gera er að rýna í þetta fyrirbæri, menningararf, og hvernig stendur á því að sumt gamalt þykir nýtilegt og sérlega merkilegt á meðan annað gamalt er álitið úrelt og fánýtt,“ segir Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild og ritstjóri bókarinnar ásamt Valdimari Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Svo erum við að skoða hvernig þetta er notað, hver notar þetta og hver skilgreinir hvað er menningararfur. Í hvaða tilgangi og með hvaða afleiðingum. Spáum í margþátta hliðar á þessu fyrirbæri. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir það hvernig Íslendingar hafa mótað sjálfsmynd sína og hvernig þeir líta á sjálfa sig.“ Líkt og áður sagði eru höfundar bókarinnar fjórtán talsins, þjóðfræðingar, mannfræðingar, safnafræðingar, sagnfræðingar og bókmenntafræðingar. En höfundarnir eru þau Áki Guðni Karlsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Þorláksson, Jón Þór Pétursson, Karl Aspelund, Katla Kjartansdóttir, Kristinn Schram, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Tinna Grétarsdóttir. Sviðið sem bókin er skrifuð innan ber heitið Gagnrýnin menningararfsfræði og segir Ólafur það nýtt alþjóðlegt fræðasvið sem enn er í mótun og sístækkandi. „Þetta er þverfaglegt rannsóknarsvið þar sem fræðimenn og rannsakendur úr hinum og þessum greinum kanna stöðu menningararfs í samtímanum.“ Hann segir bókina og umfjöllunarefni hennar færa alþjóðlega umræðu innan sviðsins inn í íslenskt samhengi. „Við rýnum í mismunandi birtingarmyndir menningararfs á Íslandi. Við tökum þessar klassísku birtingarmyndir, eins og handritin, íslenska kvenbúninginn og torfbæinn. Tökum þetta gagnrýnum tökum og kryfjum þetta til mergjar. Hvernig er verið að nota þetta, til hvers og hvaða rullu þessi fyrirbæri spila í samtímanum.“ Líkt og áður sagði verður útgáfu bókarinnar fagnað í dag klukkan 14.00 á Þjóðminjasafni Íslands en þar verða nokkrir af höfundum bókarinnar auk ritstjóranna á svæðinu. „Við munum flytja örstutt erindi um okkar innlegg inn í þessa bók svo munum við fjalla almennt um konseptið og okkar sýn á þessi mál,“ segir Ólafur að lokum. Útgáfuteitið er öllum opið og boðið verður upp á léttar veitingar. Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta eru þrettán kaflar eftir fjórtán höfunda. Það sem við erum að gera er að rýna í þetta fyrirbæri, menningararf, og hvernig stendur á því að sumt gamalt þykir nýtilegt og sérlega merkilegt á meðan annað gamalt er álitið úrelt og fánýtt,“ segir Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild og ritstjóri bókarinnar ásamt Valdimari Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Svo erum við að skoða hvernig þetta er notað, hver notar þetta og hver skilgreinir hvað er menningararfur. Í hvaða tilgangi og með hvaða afleiðingum. Spáum í margþátta hliðar á þessu fyrirbæri. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir það hvernig Íslendingar hafa mótað sjálfsmynd sína og hvernig þeir líta á sjálfa sig.“ Líkt og áður sagði eru höfundar bókarinnar fjórtán talsins, þjóðfræðingar, mannfræðingar, safnafræðingar, sagnfræðingar og bókmenntafræðingar. En höfundarnir eru þau Áki Guðni Karlsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Þorláksson, Jón Þór Pétursson, Karl Aspelund, Katla Kjartansdóttir, Kristinn Schram, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Tinna Grétarsdóttir. Sviðið sem bókin er skrifuð innan ber heitið Gagnrýnin menningararfsfræði og segir Ólafur það nýtt alþjóðlegt fræðasvið sem enn er í mótun og sístækkandi. „Þetta er þverfaglegt rannsóknarsvið þar sem fræðimenn og rannsakendur úr hinum og þessum greinum kanna stöðu menningararfs í samtímanum.“ Hann segir bókina og umfjöllunarefni hennar færa alþjóðlega umræðu innan sviðsins inn í íslenskt samhengi. „Við rýnum í mismunandi birtingarmyndir menningararfs á Íslandi. Við tökum þessar klassísku birtingarmyndir, eins og handritin, íslenska kvenbúninginn og torfbæinn. Tökum þetta gagnrýnum tökum og kryfjum þetta til mergjar. Hvernig er verið að nota þetta, til hvers og hvaða rullu þessi fyrirbæri spila í samtímanum.“ Líkt og áður sagði verður útgáfu bókarinnar fagnað í dag klukkan 14.00 á Þjóðminjasafni Íslands en þar verða nokkrir af höfundum bókarinnar auk ritstjóranna á svæðinu. „Við munum flytja örstutt erindi um okkar innlegg inn í þessa bók svo munum við fjalla almennt um konseptið og okkar sýn á þessi mál,“ segir Ólafur að lokum. Útgáfuteitið er öllum opið og boðið verður upp á léttar veitingar.
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp