Skjótast milli húsa undan verkfallinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. október 2015 07:00 Stefán Árni Jónsson, formaður SFR, talar á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í gærmorgun. Auk félaga SFR komu þar saman sjúkraliðar og lögreglumenn, en verkalýðsfélögin eiga í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. vísir/anton Dæmi eru um að reynt hafi verið að fara í kringum verkfall SFR í skólum landsins, samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélaginu. Verkfallsverðir voru á ferðinni og tekið var á nokkrum málum, en án þess þó að til nokkurra átaka kæmi. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins. Viðræður stóðu í allan gærdag í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara. Verkfallsaðgerðum stéttarfélaganna er hins vegar stjórnað úr sameiginlegri verkfallsmiðstöð þeirra við Grettisgötu í Reykjavík.Sólveig Jónasdóttir upplýsingafulltrúi SFRSólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, segir að sendir hafi verið út nokkrir hópar til að kanna stöðuna hjá stofnunum ríkisins. „Bæði erum við með ákveðið skipulag á heimsóknum í stofnanir og svo höfum við náttúrlega fengið alls konar ábendingar,“ segir hún, en áréttar um leið að SFR telji stjórnendur stofnana almennt „í liði“ með verkalýðsfélögunum og sýna baráttu þeirra skilning. „Oftast nær hefur þetta gengið vel fyrir sig, en svo er hitt og þetta að koma upp á.“ Mikið hafi verið að gera í gær þegar forsvarsmenn stofnana hafi vaknað upp við vondan draum um mikilvægi starfa þeirra sem í verkfalli voru og áhrif verkfalls þeirra á starfsemina. „Þetta er fólkið í stoðþjónustunni, almennri afgreiðslu, á síma og á skrifstofu. Fólkið sem á að opna dyrnar.“ Því hafi verið nokkur brögð að því að reynt hafi verið að fara í kringum verkfallið, bæði vegna misskilnings og líka af ráðnum hug. „Við höfum svolítið rekið okkur á að háskólarnir og skólar hafi verið að færa til kennslu. Til dæmis hefur þetta gerst í Háskóla Íslands,“ segir Sólveig. Þetta hafi meðal annars verið gert að fyrirmælum deildarstjóra sem bent hafi kennurum á að flytja kennslu úr húsi og eins hafi einstaka kennarar fundið þetta upp hjá sjálfum sér. Í hluta þessara tilvika segir Sólveig að vísað hafi verið til þess að leyfilegt sé að halda umræðufundi með nemendum á öðrum stöðum en í háskólabyggingu. „Það er slatti af svona málum sem komið hefur upp.“ Þá segir Sólveig hafa komið í ljós á heilbrigðisstofnunum og á Landspítalanum að undanþágulistar hafi ekki verið fullkomnir. „Það er eins og enginn hafi gert ráð fyrir því að SFR myndi nokkurn tímann fara í verkfall.“ Undanþágunefnd hafi verið að störfum í fyrradag og allan gærdag líka þar sem farið sé yfir þessi mál. Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Dæmi eru um að reynt hafi verið að fara í kringum verkfall SFR í skólum landsins, samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélaginu. Verkfallsverðir voru á ferðinni og tekið var á nokkrum málum, en án þess þó að til nokkurra átaka kæmi. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins. Viðræður stóðu í allan gærdag í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara. Verkfallsaðgerðum stéttarfélaganna er hins vegar stjórnað úr sameiginlegri verkfallsmiðstöð þeirra við Grettisgötu í Reykjavík.Sólveig Jónasdóttir upplýsingafulltrúi SFRSólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, segir að sendir hafi verið út nokkrir hópar til að kanna stöðuna hjá stofnunum ríkisins. „Bæði erum við með ákveðið skipulag á heimsóknum í stofnanir og svo höfum við náttúrlega fengið alls konar ábendingar,“ segir hún, en áréttar um leið að SFR telji stjórnendur stofnana almennt „í liði“ með verkalýðsfélögunum og sýna baráttu þeirra skilning. „Oftast nær hefur þetta gengið vel fyrir sig, en svo er hitt og þetta að koma upp á.“ Mikið hafi verið að gera í gær þegar forsvarsmenn stofnana hafi vaknað upp við vondan draum um mikilvægi starfa þeirra sem í verkfalli voru og áhrif verkfalls þeirra á starfsemina. „Þetta er fólkið í stoðþjónustunni, almennri afgreiðslu, á síma og á skrifstofu. Fólkið sem á að opna dyrnar.“ Því hafi verið nokkur brögð að því að reynt hafi verið að fara í kringum verkfallið, bæði vegna misskilnings og líka af ráðnum hug. „Við höfum svolítið rekið okkur á að háskólarnir og skólar hafi verið að færa til kennslu. Til dæmis hefur þetta gerst í Háskóla Íslands,“ segir Sólveig. Þetta hafi meðal annars verið gert að fyrirmælum deildarstjóra sem bent hafi kennurum á að flytja kennslu úr húsi og eins hafi einstaka kennarar fundið þetta upp hjá sjálfum sér. Í hluta þessara tilvika segir Sólveig að vísað hafi verið til þess að leyfilegt sé að halda umræðufundi með nemendum á öðrum stöðum en í háskólabyggingu. „Það er slatti af svona málum sem komið hefur upp.“ Þá segir Sólveig hafa komið í ljós á heilbrigðisstofnunum og á Landspítalanum að undanþágulistar hafi ekki verið fullkomnir. „Það er eins og enginn hafi gert ráð fyrir því að SFR myndi nokkurn tímann fara í verkfall.“ Undanþágunefnd hafi verið að störfum í fyrradag og allan gærdag líka þar sem farið sé yfir þessi mál.
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira