Frumleg Peugeot vatnsrennibraut Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 11:16 Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent