Ferrari eykur framleiðsluna um 30% Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 09:23 Í verksmiðju Ferrari. Autoblog Ítalski sportbílaframleiðandinn Ferrari hefur á undanförnum árum takmarkað framleiðslu sína til að halda uppi verði og eftirspurn eftir bílunum. Framleiðslan undanfarin ár hefur verið takmörkuð við um 7.000 bíla, en nú hefur verið ákveðið að auka framleiðsluna í 9.000 bíla hægt og rólega fram til ársins 2019, eða um 30%. Forstjóri Ferrari til margra ára var Luca di Montezemolo, en hann lét af störfum sem forstjóri fyrir um ári síðan. Ástæða uppsagnar hans voru deilur við forstjóra Fiat/Chrysler, Sergio Marchionne, en Ferrari hefur í langan tíma verið í eigu Fiat. Þessar deilur snéru ekki síst að framleiðslumagni Ferrari og vildi Luca aðeins framleiða 7.000 bíla á ári en Sergio 10.000 bíla. Nú þegar Sergio Marchionne hefur einnig tekið við stjórnartaumunum á Ferrari er því ekki nema von að framleiðslan verði aukin. Með því ætlar hann að auka hagnað Ferrari og taka sénsinn á því að heimsmarkaðurinn gleypi við 10.000 bílum á ári án þess að skerða ímynd Ferrari. Undir stjórn Sergi Marchionne mun Ferrari kynna nýjan bíla á hverju ári a.m.k. fram til ársins 2018 og verður síaukin notkun áls í þeim bílum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Ferrari hefur á undanförnum árum takmarkað framleiðslu sína til að halda uppi verði og eftirspurn eftir bílunum. Framleiðslan undanfarin ár hefur verið takmörkuð við um 7.000 bíla, en nú hefur verið ákveðið að auka framleiðsluna í 9.000 bíla hægt og rólega fram til ársins 2019, eða um 30%. Forstjóri Ferrari til margra ára var Luca di Montezemolo, en hann lét af störfum sem forstjóri fyrir um ári síðan. Ástæða uppsagnar hans voru deilur við forstjóra Fiat/Chrysler, Sergio Marchionne, en Ferrari hefur í langan tíma verið í eigu Fiat. Þessar deilur snéru ekki síst að framleiðslumagni Ferrari og vildi Luca aðeins framleiða 7.000 bíla á ári en Sergio 10.000 bíla. Nú þegar Sergio Marchionne hefur einnig tekið við stjórnartaumunum á Ferrari er því ekki nema von að framleiðslan verði aukin. Með því ætlar hann að auka hagnað Ferrari og taka sénsinn á því að heimsmarkaðurinn gleypi við 10.000 bílum á ári án þess að skerða ímynd Ferrari. Undir stjórn Sergi Marchionne mun Ferrari kynna nýjan bíla á hverju ári a.m.k. fram til ársins 2018 og verður síaukin notkun áls í þeim bílum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent