Ótrúlegt að fólk úti í heimi sé að hlusta Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2015 08:30 Karólína Jóhannsdóttir vann söngkeppni framhaldsskólanna í apríl síðastliðnum. Vísir/AntonBrink Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, hefur vakið mikla athygli með laginu Silhouette. Lagið hefur verið í spilun á mörgum af helstu útvarpsstöðvum landsins og hefur auk þess vakið athygli á netinu. Á Soundcloud-vefsíðu útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson má sjá að hlustað hefur verið á lagið í rúmlega sextán þúsund skipti. Logi Pedro Stefánsson, sem vann með Karó að laginu og er annar eigandi Les Fréres Stefson, segir að flestir þeirra sem hlusta á lagið í gegnum Soundcloud-síðuna séu staðsettir í útlöndum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum. Þar á eftir hafa flestar heimsóknirnar komið frá Kanada, þá Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Þýskalandi. Fjöldi heimsókna frá Íslandi kemur svo þar á eftir.“Ekki froða eftir einhverri uppskrift Þau Karó og Logi eru sammála um að lagið sé vel heppnað. „Þetta virðist hitta á einhverjar taugar hjá fólki,“ segir Logi og Karó bætir við: „Já, þetta er vel heppnað popplag. Það er gott „sánd“ í þessu. Þetta er ekki froða eftir einhverri uppskrift.“ Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hvaðan heimsóknir koma á Soundcloud-síður og hversu oft stakir hlustendur hlusta á lagið. „Um 50 notendur hafa hlustað á lagið oftar en tuttugu sinnum. Sá sem hefur hlustað á það oftast hefur hlustað á það í sextíu skipti, á einum mánuði. Ég held að ég hafi aldrei hlustað á neitt lag svona oft á svona stuttum tíma,“ útskýrir Logi og hlær. „Manni finnst þetta auðvitað svolítið fjarlægt, að vita að manneskjur einhvers staðar úti í heimi séu að hlusta á lagið. Þetta er eitthvað svo langt frá manni,“ segir Karó.Logi Pedro Stefánsson.Vísir/ErnirGóð samvinna Þau Karó og Logi eru sammála um að samvinna þeirra hafi gengið mjög vel. „Um leið og ég heyrði hana syngja fann ég hvað hún var efnileg og góð. Okkur gekk vel að vinna saman, þetta var ekkert stress.“ Karó segist hafa vitað það í ferlinu að þau voru með gott lag í höndunum. „Ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við því að þetta yrði svona vinsælt. Það kom bara skemmtilega á óvart.“ Bæði Karó og Logi eru í skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Logi vinnur hörðum höndum að útgáfu EP-plötu Sturlu Atlas sem kemur út síðar í mánuðinum. Karó er byrjuð á verkefni sem hún segir mjög spennandi. „Ég er að vinna með mjög efnilegum tónlistarmanni sem er á hraðri uppleið. Ég get ekki sagt meira um það að svo stöddu, en þetta er mjög spennandi.“ Hægt er að hlusta á lagið Silhouette á Youtube og á Soundcloud-síðu Les Fréres Stefson. Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, hefur vakið mikla athygli með laginu Silhouette. Lagið hefur verið í spilun á mörgum af helstu útvarpsstöðvum landsins og hefur auk þess vakið athygli á netinu. Á Soundcloud-vefsíðu útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson má sjá að hlustað hefur verið á lagið í rúmlega sextán þúsund skipti. Logi Pedro Stefánsson, sem vann með Karó að laginu og er annar eigandi Les Fréres Stefson, segir að flestir þeirra sem hlusta á lagið í gegnum Soundcloud-síðuna séu staðsettir í útlöndum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum. Þar á eftir hafa flestar heimsóknirnar komið frá Kanada, þá Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Þýskalandi. Fjöldi heimsókna frá Íslandi kemur svo þar á eftir.“Ekki froða eftir einhverri uppskrift Þau Karó og Logi eru sammála um að lagið sé vel heppnað. „Þetta virðist hitta á einhverjar taugar hjá fólki,“ segir Logi og Karó bætir við: „Já, þetta er vel heppnað popplag. Það er gott „sánd“ í þessu. Þetta er ekki froða eftir einhverri uppskrift.“ Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hvaðan heimsóknir koma á Soundcloud-síður og hversu oft stakir hlustendur hlusta á lagið. „Um 50 notendur hafa hlustað á lagið oftar en tuttugu sinnum. Sá sem hefur hlustað á það oftast hefur hlustað á það í sextíu skipti, á einum mánuði. Ég held að ég hafi aldrei hlustað á neitt lag svona oft á svona stuttum tíma,“ útskýrir Logi og hlær. „Manni finnst þetta auðvitað svolítið fjarlægt, að vita að manneskjur einhvers staðar úti í heimi séu að hlusta á lagið. Þetta er eitthvað svo langt frá manni,“ segir Karó.Logi Pedro Stefánsson.Vísir/ErnirGóð samvinna Þau Karó og Logi eru sammála um að samvinna þeirra hafi gengið mjög vel. „Um leið og ég heyrði hana syngja fann ég hvað hún var efnileg og góð. Okkur gekk vel að vinna saman, þetta var ekkert stress.“ Karó segist hafa vitað það í ferlinu að þau voru með gott lag í höndunum. „Ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við því að þetta yrði svona vinsælt. Það kom bara skemmtilega á óvart.“ Bæði Karó og Logi eru í skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Logi vinnur hörðum höndum að útgáfu EP-plötu Sturlu Atlas sem kemur út síðar í mánuðinum. Karó er byrjuð á verkefni sem hún segir mjög spennandi. „Ég er að vinna með mjög efnilegum tónlistarmanni sem er á hraðri uppleið. Ég get ekki sagt meira um það að svo stöddu, en þetta er mjög spennandi.“ Hægt er að hlusta á lagið Silhouette á Youtube og á Soundcloud-síðu Les Fréres Stefson.
Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“