Kíkti oft á sigurskeytið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2015 11:15 „Ég er svo glöð eftir verðlaunaathöfnina í Hagaskóla, hún var svo skemmtileg. Ég fékk líka svo sterka upplifun fyrir því hvað krakkar eru flottir í dag, einlægir, prúðir og eðlilegir,“ segir Ragnheiður. Vísir/GVA „Ég hef verið að skrifa í frístundum, sendi inn handrit í þessa keppni og mér til mikillar undrunar vann ég,“ segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur Arftakans, sem hlaut í gær íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Hún er sjálfstætt starfandi arkitekt, býr í München í Þýskalandi og stekkur nú fram á sjónarsviðið sem rithöfundur. „Ég kíkti á tölvuskeytið um sigurinn nokkrum sinnum og var viss um að í því væru bara þakkir fyrir þátttökuna. Tíu mínútum seinna áttaði ég mig á að keppnin var nafnlaus og ekki átti að hafa samband við aðra en vinningshafa svo ég fór að lesa meilið almennilega. Var í matarboði og stóð upp og öskraði: Ég vann! Þetta var mjög gott augnablik.“ Sigurfregnin barst Ragnheiði í apríl. Skyldi ekki hafa verið erfitt að halda upphefðinni leyndri? „Jú, mig hefur langað allan tímann að öskra framan í heiminn: Þetta tókst!“ svarar hún hlæjandi.Að mati dómnefndar er þetta metnaðarfull og spennandi saga sem jafnast á við bestu furðusögur sem skrifaðar hafa verið á íslensku.Hún kveðst þó ekki vera búin að skrifa mikið fyrir skúffuna. „Ég var alltaf að skrifa og myndskreyta sem barn en á unglingsárunum fór krafturinn í að skrifa heimildarritgerðir. Mamma var samt alltaf að pota í mig og segja: „Jæja, Ragnheiður. Ætlar þú ekki að fara að gera eitthvað í þessu með skáldskapinn?“ og ég bara ranghvolfdi augunum og sagði: Oh, mamma. Hún er svo sannfærð um að ég geti allt og verandi með slíkan bakhjarl fer maður á endanum að trúa því að maður sé góður í einhverju. Amma veitti mér líka uppörvun og þær tvær lásu yfir fyrir mig svo ég fékk kjark til að senda handritið inn.“ Ragnheiður segir arkitektúrnámið hafa komið að gagni við skrifin.„Maður þarf alltaf að geta lýst umhverfinu og skipulaginu í texta. Það hefur hjálpað mér við að lýsa þeim furðuheimi sem ég er að skapa í sögunni. En ég er líka alltaf með augun opin og í Þýskalandi er umhverfið eins og í ævintýrunum, skógar, kastalar og borgarhlutar frá miðöldum. Ég tek þetta inn í mínar lýsingar en í byrjun gerist sagan í vesturbæ Reykjavíkur þar sem ég ólst upp.“ Hún kveðst strax komin af stað með næstu bók um sömu sögupersónur og í Arftakanum. „Það gengur þrusuvel, ég er alveg hissa á hvað mér finnst þetta gaman.“ Að lokum er hún innt eftir fjölskylduhögum. „Ég á mann og þriggja ára son. Bókin mín passar ekki fyrir drenginn strax en hann horfði á hana áðan og sagði: „Mamma, eigum við að lesa saman?“ Það var krúttlegt.“ Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa í frístundum, sendi inn handrit í þessa keppni og mér til mikillar undrunar vann ég,“ segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur Arftakans, sem hlaut í gær íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Hún er sjálfstætt starfandi arkitekt, býr í München í Þýskalandi og stekkur nú fram á sjónarsviðið sem rithöfundur. „Ég kíkti á tölvuskeytið um sigurinn nokkrum sinnum og var viss um að í því væru bara þakkir fyrir þátttökuna. Tíu mínútum seinna áttaði ég mig á að keppnin var nafnlaus og ekki átti að hafa samband við aðra en vinningshafa svo ég fór að lesa meilið almennilega. Var í matarboði og stóð upp og öskraði: Ég vann! Þetta var mjög gott augnablik.“ Sigurfregnin barst Ragnheiði í apríl. Skyldi ekki hafa verið erfitt að halda upphefðinni leyndri? „Jú, mig hefur langað allan tímann að öskra framan í heiminn: Þetta tókst!“ svarar hún hlæjandi.Að mati dómnefndar er þetta metnaðarfull og spennandi saga sem jafnast á við bestu furðusögur sem skrifaðar hafa verið á íslensku.Hún kveðst þó ekki vera búin að skrifa mikið fyrir skúffuna. „Ég var alltaf að skrifa og myndskreyta sem barn en á unglingsárunum fór krafturinn í að skrifa heimildarritgerðir. Mamma var samt alltaf að pota í mig og segja: „Jæja, Ragnheiður. Ætlar þú ekki að fara að gera eitthvað í þessu með skáldskapinn?“ og ég bara ranghvolfdi augunum og sagði: Oh, mamma. Hún er svo sannfærð um að ég geti allt og verandi með slíkan bakhjarl fer maður á endanum að trúa því að maður sé góður í einhverju. Amma veitti mér líka uppörvun og þær tvær lásu yfir fyrir mig svo ég fékk kjark til að senda handritið inn.“ Ragnheiður segir arkitektúrnámið hafa komið að gagni við skrifin.„Maður þarf alltaf að geta lýst umhverfinu og skipulaginu í texta. Það hefur hjálpað mér við að lýsa þeim furðuheimi sem ég er að skapa í sögunni. En ég er líka alltaf með augun opin og í Þýskalandi er umhverfið eins og í ævintýrunum, skógar, kastalar og borgarhlutar frá miðöldum. Ég tek þetta inn í mínar lýsingar en í byrjun gerist sagan í vesturbæ Reykjavíkur þar sem ég ólst upp.“ Hún kveðst strax komin af stað með næstu bók um sömu sögupersónur og í Arftakanum. „Það gengur þrusuvel, ég er alveg hissa á hvað mér finnst þetta gaman.“ Að lokum er hún innt eftir fjölskylduhögum. „Ég á mann og þriggja ára son. Bókin mín passar ekki fyrir drenginn strax en hann horfði á hana áðan og sagði: „Mamma, eigum við að lesa saman?“ Það var krúttlegt.“
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp