Innlent

Tvíkynhneigðum stúlkum líður verst

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Berglind og Bjarki vinna úr gögnunum þessa dagana og eingöngu er um bráðabirgðarannsókn að ræða.
Berglind og Bjarki vinna úr gögnunum þessa dagana og eingöngu er um bráðabirgðarannsókn að ræða. Fréttablaðið/Stefán
Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar sem stendur yfir um hagi og líðan hinsegin ungmenna sýnir fram á að hinsegin ungmennum líði verr en gagnkynhneigðum jafnöldrum sínum.

Rannsókn og greining leggja fyrir stórar kannanir í framhaldsskólum þriðja hvert ár og árin 2004 og 2013 var safnað saman gögnum um kynhneigð. Bjarki Þór Grönfeldt, nemandi í sálfræði, og Berglind Gísladóttir, sérfræðingur hjá HR, vinna nú úr þessum gögnum.

„Hinsegin ungmenni eru líklegri til að glíma við kvíða og þunglyndi, íhuga frekar að skaða sig og stytta sér aldur, meta andlega og líkamlega heilsu sína verri og sækja frekar í vímuefni. Birtingarmynd milli kynja er ólík og sá hópur sem kemur verst út eru tvíkynhneigðar stúlkur. Það virðist vera hópurinn sem við þurfum að líta mest til og skoða hvernig við getum komið til hjálpar,“ segir Berglind.

Ungmennin sem svöruðu rannsókninni eru 16 til 20 ára. Ekki er um úrtaksrannsókn að ræða heldur þýðisrannsókn og því eru gögnin tölfræðilega mjög sterk. 8,5 prósent hópsins eru tvíkynhneigð og 3,3 prósent eru samkynhneigð. Berglind segir þetta hlutfall ríma við niðurstöður erlendra rannsókna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×