Porsche Macan GTS er 360 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 15:08 Porsche Macan GTS kemur á svörtum 20 tommu felgum. Autoblog Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent
Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent