Borgarfulltrúar mótmæltu mannréttindabrotum í bréfi til sendiherra Ísraels Bjarki Ármannsson skrifar 27. október 2015 19:45 Björn var einn fjögurra sem skrifaði undir bréfið til sendiherrans. Vísir Fjórir borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar afhentu Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi, bréf þar sem þau hvetja Ísrael til að láta af hernámi í Palestínu eftir fund sendiherrans með borgarfulltrúum í dag. S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir í sínum huga alveg ljóst að lykillinn að lausn deilu Ísraels og Palestínu sé í höndum Ísraela. „Ísrael er sterki aðilinn á svæðinu,“ segir Björn. „Hins vegar er það alveg rétt sem kom fram í máli sendiherrans í dag að það þarf tvo til þegar deila stendur og það er ljóst að Palestínumenn þurfa einnig að taka til í sínum viðhorfum.“ Í bréfinu til Schutz segir meðal annars að ríkisstjórn Ísraels þurfi að hætta öllu ofbeldi gagnvart Palestínumönnum og rífa múrinn sem reistur var þvert yfir Vesturbakkann snemma á þessari öld.Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi.Vísir/PjeturBjörn var einn fjögurra sem skrifaði undir bréfið til sendiherrans, ásamt þeim Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrúa Vinstri Grænna, Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Halldóri Auðar Svanssyni, borgarfulltrúa Pírata. Hann segir fundinn hafa gengið vel og hælir Schutz fyrir að gefa sér tíma til að ræða málefni Ísraelsríkis. „Það var að sama skapi jákvætt fyrir okkur að fá tækifæri til að viðra okkar sjónarmið við hann milliliðalaust,“ segir Björn. „Hann tók bréfinu mjög vel, þetta var allt á „civiliseruðum“ nótum. Það er auðvitað bara verið að hvetja hann til að koma þessu áfram til sinna yfirvalda.“Flókið að útfæra friðsamleg mótmæli Tildrög fundarins voru auðvitað umdeild tillaga um viðskiptaþvinganir Reykjavíkurborgar gagnvart Ísraelsríki sem borgarráð samþykkti í september og dró síðar til baka. Tillagan olli miklu fjaðrafoki og hafa borgarfulltrúar meirihlutans sagt að ekki hafi nægilega verið staðið að undirbúningi hennar.Landsfundur Vinstri Grænna samþykkti þó um helgina að fela borgarfulltrúa flokksins, Sóleyju Tómasdóttur, að leggja slíka tillögu þó fram að nýju. „Það er nokkuð flókið að útfæra friðsamleg mótmæli. Ég held samt að það sé mjög mikilvægt að þetta mál fari í markvisst ferli þar sem við vinnum þetta, helst með frændum okkar á Norðurlöndunum, og skoðum hvernig væri hægt að útfæra hugsanlega sniðgöngu,“ segir Björn um mögulega nýja útfærslu á tillögunni. „Ég myndi vilja gera þetta á vettvangi höfuðborga Norðurlandanna ef við ætlum að taka þetta lengra.“Sendiherra Ísrael á Íslandi, Raphael Schutz, bauð borgarfulltrúum til fundar við sig til að ræða málefni Ísraels og...Posted by Sigurður Björn Blöndal on 27. október 2015 Tengdar fréttir Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er leið yfir því að tillaga um sniðgöngu á ísraelskum vörum hafi verið dregin til baka en hún fyrirgefur kollegum sínum í borgarstjórn. 25. september 2015 19:12 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Fjórir borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar afhentu Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi, bréf þar sem þau hvetja Ísrael til að láta af hernámi í Palestínu eftir fund sendiherrans með borgarfulltrúum í dag. S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir í sínum huga alveg ljóst að lykillinn að lausn deilu Ísraels og Palestínu sé í höndum Ísraela. „Ísrael er sterki aðilinn á svæðinu,“ segir Björn. „Hins vegar er það alveg rétt sem kom fram í máli sendiherrans í dag að það þarf tvo til þegar deila stendur og það er ljóst að Palestínumenn þurfa einnig að taka til í sínum viðhorfum.“ Í bréfinu til Schutz segir meðal annars að ríkisstjórn Ísraels þurfi að hætta öllu ofbeldi gagnvart Palestínumönnum og rífa múrinn sem reistur var þvert yfir Vesturbakkann snemma á þessari öld.Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi.Vísir/PjeturBjörn var einn fjögurra sem skrifaði undir bréfið til sendiherrans, ásamt þeim Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrúa Vinstri Grænna, Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Halldóri Auðar Svanssyni, borgarfulltrúa Pírata. Hann segir fundinn hafa gengið vel og hælir Schutz fyrir að gefa sér tíma til að ræða málefni Ísraelsríkis. „Það var að sama skapi jákvætt fyrir okkur að fá tækifæri til að viðra okkar sjónarmið við hann milliliðalaust,“ segir Björn. „Hann tók bréfinu mjög vel, þetta var allt á „civiliseruðum“ nótum. Það er auðvitað bara verið að hvetja hann til að koma þessu áfram til sinna yfirvalda.“Flókið að útfæra friðsamleg mótmæli Tildrög fundarins voru auðvitað umdeild tillaga um viðskiptaþvinganir Reykjavíkurborgar gagnvart Ísraelsríki sem borgarráð samþykkti í september og dró síðar til baka. Tillagan olli miklu fjaðrafoki og hafa borgarfulltrúar meirihlutans sagt að ekki hafi nægilega verið staðið að undirbúningi hennar.Landsfundur Vinstri Grænna samþykkti þó um helgina að fela borgarfulltrúa flokksins, Sóleyju Tómasdóttur, að leggja slíka tillögu þó fram að nýju. „Það er nokkuð flókið að útfæra friðsamleg mótmæli. Ég held samt að það sé mjög mikilvægt að þetta mál fari í markvisst ferli þar sem við vinnum þetta, helst með frændum okkar á Norðurlöndunum, og skoðum hvernig væri hægt að útfæra hugsanlega sniðgöngu,“ segir Björn um mögulega nýja útfærslu á tillögunni. „Ég myndi vilja gera þetta á vettvangi höfuðborga Norðurlandanna ef við ætlum að taka þetta lengra.“Sendiherra Ísrael á Íslandi, Raphael Schutz, bauð borgarfulltrúum til fundar við sig til að ræða málefni Ísraels og...Posted by Sigurður Björn Blöndal on 27. október 2015
Tengdar fréttir Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er leið yfir því að tillaga um sniðgöngu á ísraelskum vörum hafi verið dregin til baka en hún fyrirgefur kollegum sínum í borgarstjórn. 25. september 2015 19:12 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er leið yfir því að tillaga um sniðgöngu á ísraelskum vörum hafi verið dregin til baka en hún fyrirgefur kollegum sínum í borgarstjórn. 25. september 2015 19:12
Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu