Acura NSX snýr aftur Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 10:38 Acura er undirmerki Honda og fyrirtækið framleiddi hinn goðsagnarkennda Acura NSX sportbíl á árunum 1990 til 2005. Hann hefur því ekki verið í framleiðslu í 10 ár en nú er komið að upprisu hans. Acura NSX fer í sölu næsta vor og þá sem árgerð 2017. Acura NSX er ekkert lamb að leika sér við með sína 573 hestafla drifrás. Hún samanstendur af 500 hestafla, 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum, en auk þess eru 3 rafmótorar sem hleðst inná við akstur, en er þó ekki hægt að stinga í samband. Níu gíra sjálfskipting er í bílnum, en einnig má beinskipta honum með flipaskiptum í stýri. Þyngd bílsins er 1.725 kíló og dreifast 42% þess á framöxulinn og 58% á afturöxulinn. Þessi bíll er einskonar ofurbíll og er aðeins fyrir tvo og með tvær hurðir. Acura NSX er aðallega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað líkt og aðrir Acura bílar og er framleiddur í Ohio þar í landi. Sjá má reynsluakstur Acura NSX í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Acura er undirmerki Honda og fyrirtækið framleiddi hinn goðsagnarkennda Acura NSX sportbíl á árunum 1990 til 2005. Hann hefur því ekki verið í framleiðslu í 10 ár en nú er komið að upprisu hans. Acura NSX fer í sölu næsta vor og þá sem árgerð 2017. Acura NSX er ekkert lamb að leika sér við með sína 573 hestafla drifrás. Hún samanstendur af 500 hestafla, 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum, en auk þess eru 3 rafmótorar sem hleðst inná við akstur, en er þó ekki hægt að stinga í samband. Níu gíra sjálfskipting er í bílnum, en einnig má beinskipta honum með flipaskiptum í stýri. Þyngd bílsins er 1.725 kíló og dreifast 42% þess á framöxulinn og 58% á afturöxulinn. Þessi bíll er einskonar ofurbíll og er aðeins fyrir tvo og með tvær hurðir. Acura NSX er aðallega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað líkt og aðrir Acura bílar og er framleiddur í Ohio þar í landi. Sjá má reynsluakstur Acura NSX í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent