Lagarfljótsormurinn með stjörnustæla Eirik Sördal skrifar 26. október 2015 14:00 Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Í síðasta þætti leiddi Þorvaldur Davíð Kristjánsson áhorfendur Stöðvar 2 í allan sannleika um fjölbreytni íslenskra skrímsla og kynjaskepna. Einnig var leitað álits Arngríms Vídalín, þjóð- og skrímslafræðings, og Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, líffræðings, á hinum svokölluðu duldýrum. Í þættinum er meðal annars fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands. Hróður hans hefur borist út fyrir landsteinana því minnst var á orminn í X-Files þáttaröðinni á tíunda áratugnum. Frægð hans jókst þó til muna þegar myndband Hjartar Kjerúlfs, bónda, sprengdi internetið fyrir nokkrum árum. Er Lagarfljótsormurinn orðinn of góður með sig? Eða eru önnur íslensk skrímsli, líkt og Nykurinn, Þorgeirsboli og Skeljaskrímslið kannski öfundsjúk vegna hinnar nýfengnu heimsfrægðar ormsins? Hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem íslensku skrímslin eru meðal annars túlkuð með brúðum sem Þorvaldur Gunnarsson hannaði og leikstýrði. Raddir skrímslanna eru Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Ómar Örn Bjarnþórsson og Tryggvi Ólafsson. Hrund Atladóttir gerði grafík.Hindurvitni er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum klukkan 20.35. Í þætti kvöldsins mun Þorvaldur skoða sérstöðu íslenskra álfa með nýstárlegum hætti. Þættirnir verða alls sex talsins. Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30 Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Í síðasta þætti leiddi Þorvaldur Davíð Kristjánsson áhorfendur Stöðvar 2 í allan sannleika um fjölbreytni íslenskra skrímsla og kynjaskepna. Einnig var leitað álits Arngríms Vídalín, þjóð- og skrímslafræðings, og Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, líffræðings, á hinum svokölluðu duldýrum. Í þættinum er meðal annars fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands. Hróður hans hefur borist út fyrir landsteinana því minnst var á orminn í X-Files þáttaröðinni á tíunda áratugnum. Frægð hans jókst þó til muna þegar myndband Hjartar Kjerúlfs, bónda, sprengdi internetið fyrir nokkrum árum. Er Lagarfljótsormurinn orðinn of góður með sig? Eða eru önnur íslensk skrímsli, líkt og Nykurinn, Þorgeirsboli og Skeljaskrímslið kannski öfundsjúk vegna hinnar nýfengnu heimsfrægðar ormsins? Hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem íslensku skrímslin eru meðal annars túlkuð með brúðum sem Þorvaldur Gunnarsson hannaði og leikstýrði. Raddir skrímslanna eru Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Ómar Örn Bjarnþórsson og Tryggvi Ólafsson. Hrund Atladóttir gerði grafík.Hindurvitni er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum klukkan 20.35. Í þætti kvöldsins mun Þorvaldur skoða sérstöðu íslenskra álfa með nýstárlegum hætti. Þættirnir verða alls sex talsins.
Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30 Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30
Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00