Toyota aftur stærsti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 11:18 Toyota hefur selt 7,49 milljón bíla en Volkswagen 7,43. Autonews Toyota hefur endurheimt titilinn stærsti bílaframleiðandi heims, en sala Toyota á fyrstu 9 mánuðum ársins er 7,49 milljón bílar, en Volkswagen hefur selt 7,43 milljón bíla. Í fyrra seldi Volkswagen örlítið fleiri bíla en Toyota, en dísilvélasvindl Volkswagen virðist nú hafa hamla sölu fyrirtækisins að einhverju marki. Mjög litlu munar þó áfram á sölu bílarisanna og því ekki loku fyrir það skotið að Volkswagen nái aftur forystunni áður en árið er liðið, þó líklegra sé að Toyota muni halda forystunni. Í september skýrðu bæði fyrirtækin frá 1,5% minnkandi sölu milli ára. Á fyrri helmingi ársins seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota, en þriðji ársfjórðungur hefur snúið því við, enda hefur Volkswagen tekið þá bíla sína af markaði sem innihéldu hinn ólöglega hugbúnað og hefur það dregið eðlilega úr sölu. General Motors er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims og ekki langt undan hinum tveimur í sölu, en GM hefur selt 7,2 milljónir bíla á árinu, en salan hefur minnkað um 1,9% það sem af er ári. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Toyota hefur endurheimt titilinn stærsti bílaframleiðandi heims, en sala Toyota á fyrstu 9 mánuðum ársins er 7,49 milljón bílar, en Volkswagen hefur selt 7,43 milljón bíla. Í fyrra seldi Volkswagen örlítið fleiri bíla en Toyota, en dísilvélasvindl Volkswagen virðist nú hafa hamla sölu fyrirtækisins að einhverju marki. Mjög litlu munar þó áfram á sölu bílarisanna og því ekki loku fyrir það skotið að Volkswagen nái aftur forystunni áður en árið er liðið, þó líklegra sé að Toyota muni halda forystunni. Í september skýrðu bæði fyrirtækin frá 1,5% minnkandi sölu milli ára. Á fyrri helmingi ársins seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota, en þriðji ársfjórðungur hefur snúið því við, enda hefur Volkswagen tekið þá bíla sína af markaði sem innihéldu hinn ólöglega hugbúnað og hefur það dregið eðlilega úr sölu. General Motors er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims og ekki langt undan hinum tveimur í sölu, en GM hefur selt 7,2 milljónir bíla á árinu, en salan hefur minnkað um 1,9% það sem af er ári.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent