Eins og við var búist hafa þeir dísilbílar sem eru með svindlhugbúnaði í Bandaríkjunum fallið í verði og nemur það fall nú 16%. Í leiðinni hafa þeir bílar Volkswagen sem eru með bensínvélar einnig fallið verði um 2,9%.
Engu að síður ganga bílar Volkswagen enn kaupum og sölum af álíka miklu krafti og áður. Kemur það aðeins á óvart þar sem Volkswagen hefur ekki enn tilgreint um hversu mikið fyrirtækið ætlar að bæta eigendum dísilbílanna upp svindlið og er fólk greinilega tilbúið að selja bíla sína á undirverði og á meðan hagnast þeir sem kaupa þá og þiggja þá væntanlega bæturnar þegar þær berast.
Sala dísilbíla Volkswagen hefur aðeins hægst og nemur sú minnkun 2,4% miðað við má sama tíma í fyrra. Þó er sala notaðra VW Jetta bíla 3,7% meiri en í fyrra en sala Golf hefur minnkað um 3,7% og Golf Sportwagon um 6,2%. Sala Audi A3 er þó líflegri sem nemur 1,6%. Þeir sem selja VW Jetta kaupa margir Ford Focus eða Honda Civic, en seljendur Audi A3 leita frekar í bíla eins og Mercedes Benz CLA og BMW 2 series.
Dísilbílar Volkswagen í Bandaríkjunum hafa fallið í verði um 16%
