Fyrstu tónleikarnir í tíu ára sögu kvartettsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2015 09:15 Tónleikar Skúla, Óskars, Einars og Eyþórs í Kaldalóni í kvöld gætu orðið upphafið að nýjum kafla í þeirra samstarfi. Mynd/Grímur Bjarnason „Þetta eru fyrstu tónleikar þessa kvartetts frá upphafi, eftir tíu ára samstarf og þrjár plötur,“ segir Einar Sceving um útgáfutónleika í Kaldalóni, Hörpu í kvöld klukkan 21, vegna plötunnar Intervals. Einar leikur sjálfur á trommur og slagverk, aðrir í kvartettinum eru Eyþór Gunnarsson á píanó Óskar Guðjónsson á saxófón og Skúli Sverrisson á bassa. Auk efnis af Intervals leika þeir lög af plötunum Cycles og Land míns föður en Einar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þær báðar og fimm stjörnu dóma í fjölmiðjum innan lands og utan. „Þetta er ein magnaðasta og fallegasta plata sem ég hef heyrt. Draumkennd og töfrum líkust. Hæstu meðmæli,“ skrifaði Dave Sumner á allaboutjazz.com. „Þó tónlistin sé krefjandi fyrir flytjendur er hún engu að síður þægileg áheyrnar og rennur tiltölulega vel,“ segir Einar sem hefur samið flest lögin á nýju plötunni. Einnig eru nokkur tökulög. „Ég hef ansi gaman af því að útsetja eftir aðra og á þessari plötu eru lög eftir jafn mismunandi listamenn og Þóri Baldursson, Sibellius og Depenche Mode. Þó þau komi hvert úr sinni áttinni þá verður samhengi milli þeirra í meðförum þessa kvartetts. Þetta eru svoddan meistarar sem eru með mér, segir hann“ En hvernig stendur á því að þeir hafa ekki spilað opinberlega saman fyrr utan hljóðvers? Það helgast nú aðallega af því hvað við erum uppteknir en líka af hlédrægni hljómsveitarstjórans sem er orðinn vanur þægindarammanum og kann best við sig bak við trommusettið aftast á sviðinu. Stundum verða menn þó að takast á við áskoranir í lífinu og þetta verða líklega bara fyrstu tónleikarnir af mörgum því innan hópsins er áhugi fyrir því að túra og spila.“ Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta eru fyrstu tónleikar þessa kvartetts frá upphafi, eftir tíu ára samstarf og þrjár plötur,“ segir Einar Sceving um útgáfutónleika í Kaldalóni, Hörpu í kvöld klukkan 21, vegna plötunnar Intervals. Einar leikur sjálfur á trommur og slagverk, aðrir í kvartettinum eru Eyþór Gunnarsson á píanó Óskar Guðjónsson á saxófón og Skúli Sverrisson á bassa. Auk efnis af Intervals leika þeir lög af plötunum Cycles og Land míns föður en Einar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þær báðar og fimm stjörnu dóma í fjölmiðjum innan lands og utan. „Þetta er ein magnaðasta og fallegasta plata sem ég hef heyrt. Draumkennd og töfrum líkust. Hæstu meðmæli,“ skrifaði Dave Sumner á allaboutjazz.com. „Þó tónlistin sé krefjandi fyrir flytjendur er hún engu að síður þægileg áheyrnar og rennur tiltölulega vel,“ segir Einar sem hefur samið flest lögin á nýju plötunni. Einnig eru nokkur tökulög. „Ég hef ansi gaman af því að útsetja eftir aðra og á þessari plötu eru lög eftir jafn mismunandi listamenn og Þóri Baldursson, Sibellius og Depenche Mode. Þó þau komi hvert úr sinni áttinni þá verður samhengi milli þeirra í meðförum þessa kvartetts. Þetta eru svoddan meistarar sem eru með mér, segir hann“ En hvernig stendur á því að þeir hafa ekki spilað opinberlega saman fyrr utan hljóðvers? Það helgast nú aðallega af því hvað við erum uppteknir en líka af hlédrægni hljómsveitarstjórans sem er orðinn vanur þægindarammanum og kann best við sig bak við trommusettið aftast á sviðinu. Stundum verða menn þó að takast á við áskoranir í lífinu og þetta verða líklega bara fyrstu tónleikarnir af mörgum því innan hópsins er áhugi fyrir því að túra og spila.“
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp