BMW X6 M slátrar Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 11:30 Það dylst engum að Mercedes Benz GLE Coupe er algjör eftirherma BMW X6 og til framleiðslu Mercedes Benz bílsins var blásið eingöngu til að bíta af stórvægilegri sölu BMW X6 bílsins, aðallega í Bandaríkjunum. Það vakti hinsvegar furðu prófunarmanna á bílunum að nokkur skuli kaupa svo kryppulaga og ljóta bíla, en það er annað mál. Báðar gerðir bílanna eru til í kraftaútfærslu, þ.e BMW X6 M og Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe. Þeim hjá Automobile Magazine vildu finna útúr því hvor þeirra væri betri bíll. Báðir bílarnir eru rándýrir, BMW-inn á 107.000 dollara en Benz-inn á 117.000 dollara. Benz bíllinn er 10 hestöflum öflugri með sín 577 hestöfl, en hann er líka um 90 kílóum þyngri. Bílarnir voru prófarir á vegum úti, í braut og í spyrnu við Chevrolet Camaro Z/28 með 505 hestafla vél. Þar reyndist BMW-inn sneggstur, Camaro í öðru sæti og Benz-inn síðastur. Sú niðurstaða kristallar reyndar líka álit prufunarmanna á bílunum. Á svo til öllum sviðum reyndist BMW M6 miklu betri bíll en eftiröpunin Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe, þrátt fyrir að vera ríflega milljón krónum ódýrari vestanhafs. Enn ein sönnun þess að peningar kaupa ekki allt. Í löngu myndskeiðinu sem hér fylgir er hægt að sjá reynsluakstur bílanna og álit þeirra sem aka þeim. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Það dylst engum að Mercedes Benz GLE Coupe er algjör eftirherma BMW X6 og til framleiðslu Mercedes Benz bílsins var blásið eingöngu til að bíta af stórvægilegri sölu BMW X6 bílsins, aðallega í Bandaríkjunum. Það vakti hinsvegar furðu prófunarmanna á bílunum að nokkur skuli kaupa svo kryppulaga og ljóta bíla, en það er annað mál. Báðar gerðir bílanna eru til í kraftaútfærslu, þ.e BMW X6 M og Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe. Þeim hjá Automobile Magazine vildu finna útúr því hvor þeirra væri betri bíll. Báðir bílarnir eru rándýrir, BMW-inn á 107.000 dollara en Benz-inn á 117.000 dollara. Benz bíllinn er 10 hestöflum öflugri með sín 577 hestöfl, en hann er líka um 90 kílóum þyngri. Bílarnir voru prófarir á vegum úti, í braut og í spyrnu við Chevrolet Camaro Z/28 með 505 hestafla vél. Þar reyndist BMW-inn sneggstur, Camaro í öðru sæti og Benz-inn síðastur. Sú niðurstaða kristallar reyndar líka álit prufunarmanna á bílunum. Á svo til öllum sviðum reyndist BMW M6 miklu betri bíll en eftiröpunin Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe, þrátt fyrir að vera ríflega milljón krónum ódýrari vestanhafs. Enn ein sönnun þess að peningar kaupa ekki allt. Í löngu myndskeiðinu sem hér fylgir er hægt að sjá reynsluakstur bílanna og álit þeirra sem aka þeim.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent