900 hestafla Mustang á SEMA Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 10:28 Þessi Mustang verður á meðal 8 breyttra Mustang bíla á SEMA bílasýningunni í Bandaríkjunum. Automobilemag Ford mun kynna þennan Mustang á SEMA bílasýningunni í Bandaríkjunum sem brátt hefst. Á SEMA eru kynntir breyttir bílar sem gjarna eru hlaðnir gríðaröflugum vélum og flestum bílum þar hefur verið mikið breytt frá grunnframleiðslu bílanna. Ford mun einnig sýna mjög breytta Edge, F-150 og Explorer bíla, en í heild mun Ford sýna 8 mismunandi breytta Mustang bíla. Það undarlega við þennan 900 hestafla Mustang er að hann er með 2,3 lítra EcoBoost vélina sem finna má í grunngerð Mustang er sú sem er með minnst sprengirými sem í boði er í bílinn. Breytingafyrirtækið Bisimoto hefur hinsvegar kreist út 900 hestöfl úr þessari vél, auk þess að vera með 14 nýja vélar- og undivagnsparta í bílnum. Meðal þeirra er risastór forþjappa og keflablásari. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent
Ford mun kynna þennan Mustang á SEMA bílasýningunni í Bandaríkjunum sem brátt hefst. Á SEMA eru kynntir breyttir bílar sem gjarna eru hlaðnir gríðaröflugum vélum og flestum bílum þar hefur verið mikið breytt frá grunnframleiðslu bílanna. Ford mun einnig sýna mjög breytta Edge, F-150 og Explorer bíla, en í heild mun Ford sýna 8 mismunandi breytta Mustang bíla. Það undarlega við þennan 900 hestafla Mustang er að hann er með 2,3 lítra EcoBoost vélina sem finna má í grunngerð Mustang er sú sem er með minnst sprengirými sem í boði er í bílinn. Breytingafyrirtækið Bisimoto hefur hinsvegar kreist út 900 hestöfl úr þessari vél, auk þess að vera með 14 nýja vélar- og undivagnsparta í bílnum. Meðal þeirra er risastór forþjappa og keflablásari.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent