Innlent

Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins

Sæunn Gísladóttir skrifar
Halldór Halldórsson hefur verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2006.
Halldór Halldórsson hefur verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2006. Vísir/Daníel
Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag.

„Bent var á það í upphafi kjörtímabils að það væri veruleg hætta á að það færi ekki saman að vera oddviti flokksins í Reykjavík og formaður Sambands sveitarfélaga. Það er alveg ljóst að annar hvor titillinn verður að víkja ef trúverðugleiki og traust á að skapast á borgarstjórnarhópnum okkar,“ sagði Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður, á fundinum.

Halldór Halldórsson segist ekki skilja skoðun Óttars. „Hann telur kannski líka að það sé ekki hægt að vera oddviti Sjálfstæðisflokksins og sitja í stjórn Faxaflóahafna, eða í stjórn Orkuveitunnar og ekki hægt að vera formaður Sjálfstæðisflokksins og vera um leið þingmaður og ráðherra. Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambandsins þá verður maður að vera sveitarstjórnarmaður,“ segir Halldór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×