Toyota innkallar 6,5 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:17 Ekki alvarleg bilun en stór innköllun engu að síður hjá Toyota. performance edrive.com Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent