Qoros 5 er blanda þekktra evrópskra bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 10:44 Qoros 5. Autoblog Kínverski bílaframleiðandinn Qoros mun kynna nýjan Qoros 5 bíl sinn á bílasýningu í Guangshou í Kína í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur þó sent frá sér þessar myndir af bílnum og á þeim má sjá að útlit hans er sambland af útlit þriggja þekktra evrópskra bíla, þ.e. Porsche Macan, Range Rover Evoque og Mini Countryman. Það er ekki að spyrja að Kínverjunum þegar kemur að hönnun bíla sinna, ekkert er heilagt í þeim efnum. Fyrir hönnunarteymi Qoros fer þó fyrrum hönnuður Volkswagen og Mini, Gert Hildebrand, og hann virðist alls ekki hræddur við að stæla útlit evrópskra bíla. Qoros hefur uppi há markmið um sölu bíla sinna í Evrópu, en þeir eiga að verða talsvert miklu ódýrari en evrópskir bílar. Fyrirtækið kynnti öllu minni Qoros 3 bíl sinn á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári og ætlar bæði með hann og þennan nýja Qoros 5 bíl sinn inná evrópskan bílamarkað. Qoros 5 séður að aftan. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Qoros mun kynna nýjan Qoros 5 bíl sinn á bílasýningu í Guangshou í Kína í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur þó sent frá sér þessar myndir af bílnum og á þeim má sjá að útlit hans er sambland af útlit þriggja þekktra evrópskra bíla, þ.e. Porsche Macan, Range Rover Evoque og Mini Countryman. Það er ekki að spyrja að Kínverjunum þegar kemur að hönnun bíla sinna, ekkert er heilagt í þeim efnum. Fyrir hönnunarteymi Qoros fer þó fyrrum hönnuður Volkswagen og Mini, Gert Hildebrand, og hann virðist alls ekki hræddur við að stæla útlit evrópskra bíla. Qoros hefur uppi há markmið um sölu bíla sinna í Evrópu, en þeir eiga að verða talsvert miklu ódýrari en evrópskir bílar. Fyrirtækið kynnti öllu minni Qoros 3 bíl sinn á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári og ætlar bæði með hann og þennan nýja Qoros 5 bíl sinn inná evrópskan bílamarkað. Qoros 5 séður að aftan.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent