Tveir þriðju Þjóðverja telja VW smíða framúrskarandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 09:26 Þjóðverjar telja að fljótt snjói yfir dísilvélasvindl Volkswagen. Autoblog Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen leiðir nýleg könnun í ljós mikið traust Þjóðverja til Volkswagen sem bílaframleiðenda. Tveir þriðju aðspurðra meðal þýsks almennings telur að Volkswagen smíði framúrskarandi bíla. Ennfremur töldu 60% þeirra að “Made in Germany” merkingin hafi ekki borið skaða af dísilvélasvindlinu og 63% töldu að fljótt myndi snjóa yfir þessar misgjörðir Volkswagen. Margir Þjóðverjar hafa haft áhyggjur af því að dísilvélasvindlið myndi skaða allar þýskar vörur, en samkvæmt þessari könnun hafa heimamenn ekki miklar áhyggjar af því. Í könnuninni voru 1.000 Þjóðverjar spurðir af rannsóknarfyrirtækinu Prophet. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent
Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen leiðir nýleg könnun í ljós mikið traust Þjóðverja til Volkswagen sem bílaframleiðenda. Tveir þriðju aðspurðra meðal þýsks almennings telur að Volkswagen smíði framúrskarandi bíla. Ennfremur töldu 60% þeirra að “Made in Germany” merkingin hafi ekki borið skaða af dísilvélasvindlinu og 63% töldu að fljótt myndi snjóa yfir þessar misgjörðir Volkswagen. Margir Þjóðverjar hafa haft áhyggjur af því að dísilvélasvindlið myndi skaða allar þýskar vörur, en samkvæmt þessari könnun hafa heimamenn ekki miklar áhyggjar af því. Í könnuninni voru 1.000 Þjóðverjar spurðir af rannsóknarfyrirtækinu Prophet.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent