Nissan teflir Datsun fram á fleiri mörkuðum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 15:18 Datsun Go. Autoevolution. Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent
Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent