Fífldirfska Þorleifs Arnars: Íslensk útgáfa á Ibsen í þjóðleikhúsi Norðmanna Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2015 14:55 Ibsen, Mikki og Þorleifur. Þeir eru hvergi bangnir og ætla að takast á við sjálfan Ibsen á hans heimavelli. Er þetta ekki óðs manns æði, að ætla sér að vaða inní hin helgu vé á skítugum skónum; íslensk útgáfa af Ibsen fyrir Norðmenn? „Jú, auðvitað er það svo, en eins og konan mín segir; ég er svo guðdómlega ójarðtengdur. Þannig að, þeim mun brjálæðislegra verkefnið er, þeim mun meira spennandi finnst mér það,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri.Yfir hundrað milljón króna verkefni Þorleifur Örn er með það verkefni á borðinu hjá sér að opna Ibsen-hátíðina árið 2017 í norska þjóðleikhúsinu. Eigin leikgerð sem byggir á tveimur verkum norska risans. Sýningin er viðamikil og Henrik Ibsen er einn hinna stóru í leikbókmenntunum, þá á heimsvísu og sem slíkur á hávegum hafður í Noregi. Sem og að líkum lætur. Uppfærslan er stór, kostnaður við hana fer vel yfir 100 milljónir. Þetta verður stærsta sýning ársins í Noregi. Opnun á leikárinu. Einhver myndi nú svitna yfir minna verkefni en ekki Þorleifur Örn. Og óhætt er að segja að íslensku leikhúsi öllu sé sýndur mikill heiður – þó Þorleifur Örn starfi ekki síst á alþjóðlegum vettvangi.Fífldirfska Þorleifs „Mér finnst algerlega eðlilegt að ef maður ætlar að opna eitt stærsta leikhús-festival Evrópu, Ibsen-festivalið í norska þjóðleikhúsinu, þá noti maður það tækifæri til að spyrja spurninga og mögulega einnig hvort ekki sé rétt að fella nokkrar heilagar kýr. Alveg eins og það væri glatað tækifæri ef maður er að setja upp bók eins og Njálu, að sleppa því þá að spyrja nokkurra þungbærra spurninga.“Glaðbeittir Mikael og Þorleifur Örn. Þeir eru þarna fyrir framan norska þjóðleikhúsið og stytta af skáldmæringnum í baksýn.Við erum sem sagt að tala um fífldirfsku? „Það liggur í orðsins hljóðan að dirfska sé fíflsins hlutskipti,“ segi Þorleifur Örn, hvergi banginn. Og vísar til fíflsins í Shakespeare sem notar stöðu sína til að segja sannleikann: „Sé það svo, má vissulega segjast að ég þjáist af slíku. Fíflið þorir að spyrja óþægilegra spurninga.“Stund hefndarinnar Verkin sem eru undir eru Villiöndin og Fjandmaður fólksins sem Þorleifur Örn og hans fólk ætlar að sjóða saman til að opna festivalið á stóra sviðinu. Með Þorleifi í útrásinni, þessum víkingi inn í hið norska leikhús, er teymi íslensks leikhúsfólks: Mikael Torfason sem kemur að handritsskrifum, Sunneva Ása myndlistarmaður og Bjarni Frímann Bjarnason tónlistarmaður. Þorleifur Örn segir gott að hafa Mikka með sér, úfinn sem hann er eftir ýmsar erjur. „Landsþekktur óróaseggur. Og Sunneva og Bjarni eru framtíðin, lifa og anda list.“Við erum sem sagt að tala um íslenskan vinkill á Ibsen? „Já, við erum að hefna okkar fyrir það að þeir reyndu að ræna Snorra Sturlusyni. Við tökum Ibsen í gíslingu.“Stund hefndarinnar er upp runnin? „Múhahahahaha...“ Þorleifur Örn er augljóslega ekki hræddur í spilinu, eins og einn verseraður fjárhættuspilari sagði eitt sinn við blaðamann að væri algerlega bannað í póker. Er þetta ekki stærsta verkefni þitt til þessa? „Já og nei, ég er að setja upp stórar Wagner-sýningar og næsta season er ég líka að opna leikhúsið i Dresden (við torgið þar sem Pegida hittist á hverjum mánudegi) það verður líka risastórt, einnig er ég að vinna við uppsetningu a hluta a Niflungahringnum sem verður risa en jú, þetta eru top, top verkefni.“Olíuframleiðsla Norðmanna og Ibsen En, aðeins nánar: Hvernig er þetta verkefni hugsað af hálfu leikstjórans og teymisins? Þorleifur Örn segir að það sé ár í frumsýningu en lætur til leiðast að tæpa á því út á hvað hugmyndin gengur, í grófum dráttum: „Hugmyndin er sú að opna Ibsen-festivalið með ... opnun á Ibsen-festivalinu. Að aðalkarakterinn láti sem hann hafi verið fenginn til þess að skipuleggja festivalið og hann ætli að nota sér það til þess að starta pólitískri umræðu um að loka olíuframleiðslu Norðmanna.“Íslenskir leikhúsgestir þekkja Ibsen vel og er hann reglulega hér á fjölunum. Frá uppfærslu Borgarleikhússins á Dúkkuheimilinu -- sýnt við miklar vinsældir.Þetta segir Þorleifur Örn að sé beintengt umræðu sem finna má í Fjandmanni fólksins; „Hann seti þetta fram og rökstyðji og berjist fyrir en eins og með marga öfga og draumóra menn fellur þessi hugmynd allsvakalega og veldur tragedium (Villiöndin). Sum sé, sýning um hybris.“Nú, er ætlarðu að blanda Aristótelesi inní þetta einnig? „Já, hann má alveg vera aukakarakter í þessari sýningu. Svo mun Ibsen vera með heiðursræðu. Sem er megaskúbb fyrir þig, því hann hefur verið dauður í yfir 100 ár.“ Já, einmitt. Ibsen er náttúrlega klassískt leikskáld umfram fyrst og fremst; sem tekur mið af skáldskaparkenningum Aristótelesar. Er ekki hætt við að aðdáendum Ibsen bregði í brún, við svo frjálslega meðferð á verkum þessa höfuðskálds Norðmanna? „Ég ætla að vona það! Til hvers að hjóla í heilagar beljur ef ekki til þess að slátra þeim? Og það er alltaf erfitt. En, til þess nærðu jú í útlendinga. Fífldjarfa einstaklinga.“Umfangsmikil sýning Eins og áður sagði er þetta umfangsmikil sýning. Listrænt teymi telur tug, leikarar verða tíu til tólf og um 50 til 60 manns koma að sýningunni, utan sviðs. „Svo náttúrlega milljón áhorfendur. Hógvært reiknað.“En, rétt í lokin; norskir leikarar og norskt leikhús, hvernig þykir það standa í alþjóðlegum samanburði? „Norskt leikhús hefur verið að taka inn nýbylgjuna frá Þýskalandi og er töluvert opið og spennt fyrir nýungum, á sama tíma og það tekst á við tiltölulega hefðbundna leikhúshefð,“ segir Þorleifur Örn og bendir á að það sé ekki auðvelt að búa til leikhús í skugga Ibesn: „En leikarar við þetta hús eru vanir því að vinna með bestu leikstjórum Evrópu þannig þeir eru mjög „flexible“ og spennandi. Varla er sú hetja heim leikhússins sem hefur ekki verið með sýningu hérna – þannig það er verulega gaman að takast á við það,“ segir Þorleifur Örn: Algerlega óttalaus. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Er þetta ekki óðs manns æði, að ætla sér að vaða inní hin helgu vé á skítugum skónum; íslensk útgáfa af Ibsen fyrir Norðmenn? „Jú, auðvitað er það svo, en eins og konan mín segir; ég er svo guðdómlega ójarðtengdur. Þannig að, þeim mun brjálæðislegra verkefnið er, þeim mun meira spennandi finnst mér það,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri.Yfir hundrað milljón króna verkefni Þorleifur Örn er með það verkefni á borðinu hjá sér að opna Ibsen-hátíðina árið 2017 í norska þjóðleikhúsinu. Eigin leikgerð sem byggir á tveimur verkum norska risans. Sýningin er viðamikil og Henrik Ibsen er einn hinna stóru í leikbókmenntunum, þá á heimsvísu og sem slíkur á hávegum hafður í Noregi. Sem og að líkum lætur. Uppfærslan er stór, kostnaður við hana fer vel yfir 100 milljónir. Þetta verður stærsta sýning ársins í Noregi. Opnun á leikárinu. Einhver myndi nú svitna yfir minna verkefni en ekki Þorleifur Örn. Og óhætt er að segja að íslensku leikhúsi öllu sé sýndur mikill heiður – þó Þorleifur Örn starfi ekki síst á alþjóðlegum vettvangi.Fífldirfska Þorleifs „Mér finnst algerlega eðlilegt að ef maður ætlar að opna eitt stærsta leikhús-festival Evrópu, Ibsen-festivalið í norska þjóðleikhúsinu, þá noti maður það tækifæri til að spyrja spurninga og mögulega einnig hvort ekki sé rétt að fella nokkrar heilagar kýr. Alveg eins og það væri glatað tækifæri ef maður er að setja upp bók eins og Njálu, að sleppa því þá að spyrja nokkurra þungbærra spurninga.“Glaðbeittir Mikael og Þorleifur Örn. Þeir eru þarna fyrir framan norska þjóðleikhúsið og stytta af skáldmæringnum í baksýn.Við erum sem sagt að tala um fífldirfsku? „Það liggur í orðsins hljóðan að dirfska sé fíflsins hlutskipti,“ segi Þorleifur Örn, hvergi banginn. Og vísar til fíflsins í Shakespeare sem notar stöðu sína til að segja sannleikann: „Sé það svo, má vissulega segjast að ég þjáist af slíku. Fíflið þorir að spyrja óþægilegra spurninga.“Stund hefndarinnar Verkin sem eru undir eru Villiöndin og Fjandmaður fólksins sem Þorleifur Örn og hans fólk ætlar að sjóða saman til að opna festivalið á stóra sviðinu. Með Þorleifi í útrásinni, þessum víkingi inn í hið norska leikhús, er teymi íslensks leikhúsfólks: Mikael Torfason sem kemur að handritsskrifum, Sunneva Ása myndlistarmaður og Bjarni Frímann Bjarnason tónlistarmaður. Þorleifur Örn segir gott að hafa Mikka með sér, úfinn sem hann er eftir ýmsar erjur. „Landsþekktur óróaseggur. Og Sunneva og Bjarni eru framtíðin, lifa og anda list.“Við erum sem sagt að tala um íslenskan vinkill á Ibsen? „Já, við erum að hefna okkar fyrir það að þeir reyndu að ræna Snorra Sturlusyni. Við tökum Ibsen í gíslingu.“Stund hefndarinnar er upp runnin? „Múhahahahaha...“ Þorleifur Örn er augljóslega ekki hræddur í spilinu, eins og einn verseraður fjárhættuspilari sagði eitt sinn við blaðamann að væri algerlega bannað í póker. Er þetta ekki stærsta verkefni þitt til þessa? „Já og nei, ég er að setja upp stórar Wagner-sýningar og næsta season er ég líka að opna leikhúsið i Dresden (við torgið þar sem Pegida hittist á hverjum mánudegi) það verður líka risastórt, einnig er ég að vinna við uppsetningu a hluta a Niflungahringnum sem verður risa en jú, þetta eru top, top verkefni.“Olíuframleiðsla Norðmanna og Ibsen En, aðeins nánar: Hvernig er þetta verkefni hugsað af hálfu leikstjórans og teymisins? Þorleifur Örn segir að það sé ár í frumsýningu en lætur til leiðast að tæpa á því út á hvað hugmyndin gengur, í grófum dráttum: „Hugmyndin er sú að opna Ibsen-festivalið með ... opnun á Ibsen-festivalinu. Að aðalkarakterinn láti sem hann hafi verið fenginn til þess að skipuleggja festivalið og hann ætli að nota sér það til þess að starta pólitískri umræðu um að loka olíuframleiðslu Norðmanna.“Íslenskir leikhúsgestir þekkja Ibsen vel og er hann reglulega hér á fjölunum. Frá uppfærslu Borgarleikhússins á Dúkkuheimilinu -- sýnt við miklar vinsældir.Þetta segir Þorleifur Örn að sé beintengt umræðu sem finna má í Fjandmanni fólksins; „Hann seti þetta fram og rökstyðji og berjist fyrir en eins og með marga öfga og draumóra menn fellur þessi hugmynd allsvakalega og veldur tragedium (Villiöndin). Sum sé, sýning um hybris.“Nú, er ætlarðu að blanda Aristótelesi inní þetta einnig? „Já, hann má alveg vera aukakarakter í þessari sýningu. Svo mun Ibsen vera með heiðursræðu. Sem er megaskúbb fyrir þig, því hann hefur verið dauður í yfir 100 ár.“ Já, einmitt. Ibsen er náttúrlega klassískt leikskáld umfram fyrst og fremst; sem tekur mið af skáldskaparkenningum Aristótelesar. Er ekki hætt við að aðdáendum Ibsen bregði í brún, við svo frjálslega meðferð á verkum þessa höfuðskálds Norðmanna? „Ég ætla að vona það! Til hvers að hjóla í heilagar beljur ef ekki til þess að slátra þeim? Og það er alltaf erfitt. En, til þess nærðu jú í útlendinga. Fífldjarfa einstaklinga.“Umfangsmikil sýning Eins og áður sagði er þetta umfangsmikil sýning. Listrænt teymi telur tug, leikarar verða tíu til tólf og um 50 til 60 manns koma að sýningunni, utan sviðs. „Svo náttúrlega milljón áhorfendur. Hógvært reiknað.“En, rétt í lokin; norskir leikarar og norskt leikhús, hvernig þykir það standa í alþjóðlegum samanburði? „Norskt leikhús hefur verið að taka inn nýbylgjuna frá Þýskalandi og er töluvert opið og spennt fyrir nýungum, á sama tíma og það tekst á við tiltölulega hefðbundna leikhúshefð,“ segir Þorleifur Örn og bendir á að það sé ekki auðvelt að búa til leikhús í skugga Ibesn: „En leikarar við þetta hús eru vanir því að vinna með bestu leikstjórum Evrópu þannig þeir eru mjög „flexible“ og spennandi. Varla er sú hetja heim leikhússins sem hefur ekki verið með sýningu hérna – þannig það er verulega gaman að takast á við það,“ segir Þorleifur Örn: Algerlega óttalaus.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira