Boðað hefur verið til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík klukkan fimm í dag. Er það gert í ljósi frétta að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem voru kærðir vegna nauðgana í Hlíðunum fyrir skemmstu.
Hefur sú ákvörðun lögreglunnar, að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag í kjölfar fréttaflutnings Fréttablaðsins. Þeir sem hafa boðið komu sína við lögreglustöðina nú síðdegis ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisafbrotamálum og sýna um leið þolendum stuðnings í verki.
Um er að ræða tvö aðskild mál og hafa verið lagðar fram tvær kærur vegna þeirra. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar en fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað í íbúð í Hlíðunum eftir bekkjarskemmtun nema við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík á skemmtistaðnum Austur. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum.
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum

Tengdar fréttir

Annar grunuðu farinn úr landi?
Maðurinn birti mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjórglasi á samfélagsmiðli í morgun en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli.

Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana
Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir.

Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum
Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar.

„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“
"Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.