„Feitar“ íslenskar stelpur svara fyrir sig: „Good luck getting laid in Iceland“ Bjarki Ármannsson skrifar 6. nóvember 2015 22:25 Margar íslenskar konur hafa brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði. Vísir Óhætt er að segja að ummæli Austurríkismannanna Thomas Meneweger og Peter Kreyci í samtali við blaðamann Vísis á Airwaves-hátíðinni í gær hafi ekki slegið í gegn meðal íslenskra netverja. Þeir félagar voru spurðir út í upplifun sína af Íslandi og bar holdafar íslenskra kvenna meðal annars á góma.Thomas og Peter gleyma ferð sinni til Íslands sennilega ekki í bráð.Vísir/KTD„Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ sagði Peter. Þetta þótti mörgum lesendum stórmerkileg athugasemd, kannski ekki síst í ljósi þess að þeir Peter og Thomas voru sjálfir að borða skyndibita þegar blaðamann bar að garði. „Ég er ekki stelpa,“ sagði Peter þegar honum var bent á þetta. Margir hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt þá félaga (og raunar Vísi líka) fyrir þessi ummæli sem Peter hafði eftir óþekktum íslenskum vini. Vilja margir meina að þau beri merki um kvenfyrirlitningu og hafa margar íslenskar konur brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði til að hæðast að honum. Margar hafa deilt myndum sínum og skilaboðum á Facebook-hópinn Beauty Tips eða á sínar eigin síður. Nokkrar vel valdar eru birtar hér að neðan, með leyfi eigenda myndanna.Þær Brynja og Heiður Anna fengu sér pítsu og merktu Peter á myndinni.Just two "a bit too fat" icelandic girls eating 2 much skyndibitiPosted by Brynja Helgadóttir on 6. nóvember 2015Mynd/Nanna HermannsdóttirNanna Hermannsdóttir fékk sér hamborgara og óskaði þeim félögum í einkaskilaboðum góðs gengis með að komast á sjéns á Íslandi.Mynd/Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirÞórhildur og vinkona segja skál við Peter - með munninn fullan af frönskum.Mynd/Linda Steinarsdóttir„Nennir einhver að segja þeim að troða þessum frönskum upp í rassgatið á sér,“ spurði Linda með þessari mynd á Beauty Tips. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Óhætt er að segja að ummæli Austurríkismannanna Thomas Meneweger og Peter Kreyci í samtali við blaðamann Vísis á Airwaves-hátíðinni í gær hafi ekki slegið í gegn meðal íslenskra netverja. Þeir félagar voru spurðir út í upplifun sína af Íslandi og bar holdafar íslenskra kvenna meðal annars á góma.Thomas og Peter gleyma ferð sinni til Íslands sennilega ekki í bráð.Vísir/KTD„Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ sagði Peter. Þetta þótti mörgum lesendum stórmerkileg athugasemd, kannski ekki síst í ljósi þess að þeir Peter og Thomas voru sjálfir að borða skyndibita þegar blaðamann bar að garði. „Ég er ekki stelpa,“ sagði Peter þegar honum var bent á þetta. Margir hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt þá félaga (og raunar Vísi líka) fyrir þessi ummæli sem Peter hafði eftir óþekktum íslenskum vini. Vilja margir meina að þau beri merki um kvenfyrirlitningu og hafa margar íslenskar konur brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði til að hæðast að honum. Margar hafa deilt myndum sínum og skilaboðum á Facebook-hópinn Beauty Tips eða á sínar eigin síður. Nokkrar vel valdar eru birtar hér að neðan, með leyfi eigenda myndanna.Þær Brynja og Heiður Anna fengu sér pítsu og merktu Peter á myndinni.Just two "a bit too fat" icelandic girls eating 2 much skyndibitiPosted by Brynja Helgadóttir on 6. nóvember 2015Mynd/Nanna HermannsdóttirNanna Hermannsdóttir fékk sér hamborgara og óskaði þeim félögum í einkaskilaboðum góðs gengis með að komast á sjéns á Íslandi.Mynd/Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirÞórhildur og vinkona segja skál við Peter - með munninn fullan af frönskum.Mynd/Linda Steinarsdóttir„Nennir einhver að segja þeim að troða þessum frönskum upp í rassgatið á sér,“ spurði Linda með þessari mynd á Beauty Tips.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15