BMW i3 rafmagnsbíllinn mikið notaður af lögreglu og slökkviliðum Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2015 15:12 BMW i3 lögreglubíll. Autonews Af öllum þeim bílum sem BMW framleiðir er i3 rafmagnsbíllinn einna ólíklegastur til að vera notaður af lögreglu og slökkviliðum, en staðreyndin er samt sú að þessi bíll er afar vinsæll á meðal þeirra. Slíkir bílar eru notaðir af slíkum aðilum í Mílanó, London, Los Angeles og borgun Þýskalands. Svo er einn slíkur notaður sem peningaflutningabíll í Varsjá í Póllandi. Ýmsar gerðir BMW bíla hafa verið mjög vinsælir hjá lögreglu víða um heim, þó mest í heimalandinu Þýskalandi og hver man ekki eftir Derrick akandi um götur München á BMW lögreglubíl. BMW hefur nefnilega sérhæft sig í að útvega lögregluliðum sérhannaða bíla sem henta vel til starfans og þeirra bílar eru afar vel búnir til þess. Þessu starfi hefur BMW haldið áfram með svo ólíklegan bíl sem i3 rafmagnsbílinn og þar sem borgarstjórnir víða um heim kjósa að vera umhverfisvæn og sýna gott fordæmi í umhverfismálum þá er i3 góður kostur til þess, svo fremi sem langdrægni sé ekki aðalatriðið í rekstri þeirra. BMW i3 sem slökkviliðsbíll. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Af öllum þeim bílum sem BMW framleiðir er i3 rafmagnsbíllinn einna ólíklegastur til að vera notaður af lögreglu og slökkviliðum, en staðreyndin er samt sú að þessi bíll er afar vinsæll á meðal þeirra. Slíkir bílar eru notaðir af slíkum aðilum í Mílanó, London, Los Angeles og borgun Þýskalands. Svo er einn slíkur notaður sem peningaflutningabíll í Varsjá í Póllandi. Ýmsar gerðir BMW bíla hafa verið mjög vinsælir hjá lögreglu víða um heim, þó mest í heimalandinu Þýskalandi og hver man ekki eftir Derrick akandi um götur München á BMW lögreglubíl. BMW hefur nefnilega sérhæft sig í að útvega lögregluliðum sérhannaða bíla sem henta vel til starfans og þeirra bílar eru afar vel búnir til þess. Þessu starfi hefur BMW haldið áfram með svo ólíklegan bíl sem i3 rafmagnsbílinn og þar sem borgarstjórnir víða um heim kjósa að vera umhverfisvæn og sýna gott fordæmi í umhverfismálum þá er i3 góður kostur til þess, svo fremi sem langdrægni sé ekki aðalatriðið í rekstri þeirra. BMW i3 sem slökkviliðsbíll.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent