Gerist á enda heimsins – þar sem kalt er í veðri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 10:00 "Það kann enginn að meta ofbeldi í verunni en það gildir annað í myndasöguheiminum,“ segir Pétur Hrafn. Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf skissað og byrjaði á sérstökum karakterum fyrir svona tíu árum, þeir eru uppistaðan í nýju bókinn sem varð til hægt og rólega. Ég vissi ekki hvort hún mundi nokkurn tíma klárast,“ segir Pétur Hrafn Valdimarsson prentari um teiknimyndabók sem hann hefur gert. Í bígerð er að þýða bókina á íslensku enda benda fjöll og firðir á bókarkápunni til þess að hún gerist á Íslandi. Höfundur er þó loðinn í svörum þegar hann er krafinn sagna um söguslóðir.Kápa teiknimyndasögunnar.„Efnið gerist á einum vaktaskiptum í frystihúsi á enda heimsins, gæti verið hvar sem er þar sem dálítið kalt er í veðri. Söguþráðurinn er enginn. Ég passa mig á að hafa hvorki sögu né rauðan þráð. Bara bunka af bröndurum, líkamlegt ofbeldi og grín,“ segir hann. „Kung fusion er eins og Prúðu leikararnir, ekki saga heldur sýning og þó enginn kunni að meta ofbeldi í verunni þá gildir annað um myndasöguheiminn. Ofbeldi þar er svolítið eins og að detta á hausinn, það hlæja allir að því. Hann segir ansi marga karaktera koma við sögu í bókinni en þeir skiptist hratt út, eftir því hver sé laminn og hver uppistandandi.Hér er allt í háalofti!Pétur Hrafn er frá Selfossi en hefur búið í Danmörku frá árinu 1996. Hann vinnur á bókasafni í Gentofte en er lærður prentari og hefur unnið í pósti, hreingerningum og hinu og þessu, að eigin sögn. Kann hann vel við sig í Danaveldi? „Já, ég er bara svo skotinn í Kaupmannahöfn og á þar marga vini, fór út í ævintýri og er enn staddur í því ævintýri.“ Teiknimyndasagan er í ljósrituðu, litlu upplagi og ekkert eintak hefur verið selt. „Ég skrifaði söguna á dönsku og dreifði henni á nokkur forlög í Danmörku en hef engin viðbrögð fengið svo ég veit ekki hvort nokkur hefur lesið hana enn nema nánustu ættingjar og vinir,“ segir Pétur Hrafn. Næst á dagskrá er að finna réttu frasana í íslensku þýðinguna að sögn Péturs Hrafns. En er kominn titill? „Nei, mér datt helst í hug: Heima er best – ískalt. Það er vinnutitill ennþá.“ Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég hef alltaf skissað og byrjaði á sérstökum karakterum fyrir svona tíu árum, þeir eru uppistaðan í nýju bókinn sem varð til hægt og rólega. Ég vissi ekki hvort hún mundi nokkurn tíma klárast,“ segir Pétur Hrafn Valdimarsson prentari um teiknimyndabók sem hann hefur gert. Í bígerð er að þýða bókina á íslensku enda benda fjöll og firðir á bókarkápunni til þess að hún gerist á Íslandi. Höfundur er þó loðinn í svörum þegar hann er krafinn sagna um söguslóðir.Kápa teiknimyndasögunnar.„Efnið gerist á einum vaktaskiptum í frystihúsi á enda heimsins, gæti verið hvar sem er þar sem dálítið kalt er í veðri. Söguþráðurinn er enginn. Ég passa mig á að hafa hvorki sögu né rauðan þráð. Bara bunka af bröndurum, líkamlegt ofbeldi og grín,“ segir hann. „Kung fusion er eins og Prúðu leikararnir, ekki saga heldur sýning og þó enginn kunni að meta ofbeldi í verunni þá gildir annað um myndasöguheiminn. Ofbeldi þar er svolítið eins og að detta á hausinn, það hlæja allir að því. Hann segir ansi marga karaktera koma við sögu í bókinni en þeir skiptist hratt út, eftir því hver sé laminn og hver uppistandandi.Hér er allt í háalofti!Pétur Hrafn er frá Selfossi en hefur búið í Danmörku frá árinu 1996. Hann vinnur á bókasafni í Gentofte en er lærður prentari og hefur unnið í pósti, hreingerningum og hinu og þessu, að eigin sögn. Kann hann vel við sig í Danaveldi? „Já, ég er bara svo skotinn í Kaupmannahöfn og á þar marga vini, fór út í ævintýri og er enn staddur í því ævintýri.“ Teiknimyndasagan er í ljósrituðu, litlu upplagi og ekkert eintak hefur verið selt. „Ég skrifaði söguna á dönsku og dreifði henni á nokkur forlög í Danmörku en hef engin viðbrögð fengið svo ég veit ekki hvort nokkur hefur lesið hana enn nema nánustu ættingjar og vinir,“ segir Pétur Hrafn. Næst á dagskrá er að finna réttu frasana í íslensku þýðinguna að sögn Péturs Hrafns. En er kominn titill? „Nei, mér datt helst í hug: Heima er best – ískalt. Það er vinnutitill ennþá.“
Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira