Lífið

Fræðsludagskrá  fyrir listamenn á Airwaves

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Sigtryggur Baldursson segir fræðsludagskrána geta verið ákaflega mikilvæga fyrir listamenn.
Sigtryggur Baldursson segir fræðsludagskrána geta verið ákaflega mikilvæga fyrir listamenn. vísir/gva
Í fyrsta sinn í sögu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fer nú fram svokölluð fræðsludagskrá meðfram hátíðinni, sem er hugsað fyrir tónlistarmenn sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar tónlistargeirans. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á svona. Við verðum í Petersen svítunni sem er efsta hæðin í Gamla bíói og verður það svæði hugsað fyrir þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, fjölmiðlafólkið og allt bransafólkið, þar sem allt þetta fólk getur hangið saman og blandað geði,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útóns.

Á þessu sama svæði fer einnig fram fræðsludagskrá um hin ýmsu málefni tengd tónlistarbransanum og segir Sigtryggur þessa fræðsludagskrá geta verið einkar mikilvæga fyrir listamenn sem vilja koma sköpun sinni á framfæri. „Þetta er í raun eingöngu fyrir þá sem eru með listamannsarmband og pressuarmband og darling-armband en við ætlum samt að gefa armbönd á þessa fræðslufundi því við viljum fá fólk til að koma og ég vil hvetja fólk til að kíkja eitthvað á þetta því þetta er dýrmætt fræðsluefni fyrir músíkbransann,“ segir Sigtryggur.

Fræðslufundirnir hefjast í dag og verða fram á laugardag. Á meðal fyrirlesara eru Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, Simon Raymonde, eigandi plötufyrirtækisins Bella Union, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, og fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu stöðum í tónlistarbransanum. „Þetta verða fyrirlestrar, pallborðsumræður og spjall, þannig að fólk getur spurt spurninga og fræðst um hvað allt þetta fólk er að gera.“

Þeir sem hafa áhuga á þessari fræðslu en eru ekki með armband sem gefur aðgang geta fengið armband með því að hafa samband við Útón. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×