Airwaves hefst í kvöld: „Má búast við stórkostlegri skemmtun“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 11:50 Frá Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. vísir/andri marinó Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjar með pompi og prakt í kvöld. Erlenda gesti hefur drifið að í vikunni, en þeir verða í miklum meirihluta á hátíðinni. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar býst við tugþúsundum gesta. Hundruð listamanna munu troða upp um bæinn þveran og endilangan næstu daga. Uppselt er á hátíðina, en alls seldust níu þúsund miðar. Áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því ekki þarf miða á svokallaða hliðarviðburði sem haldnir verða víða um borgina, að sögn Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. „Fólk má fyrst og fremst búast við stórkostlegri skemmtun. Það eru 240 hljómsveitir og listamenn sem spila á 293 opinberum tónleikum, það er tónleikum sem eru á dagskrá. Síðan eru um 690 viðburðir sem gerast utan hátíðarinnar sem við köllum off venue dagskrá þannig að það eru 900 hljómleikar rúmlega sem fólk getur skellt sér á um helgina og þessa daga." Hann segir að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. „Gus Gus, Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur, Sóley, FM Belfast og fleiri sem eru að gera gott mót. Síðan erum við með Beach house, Mercury Rev, Ariel Pink og auðvitað John Grant og sinfonían sem er einn af hápunktunum," segir Grímur og bætir við að metfjöldi ferðamanna verði á hátíðinni í ár. Það eru 5.500 erlendir gestir sem eru á hátíðinni. Það er algjört met, það voru 5000 í fyrra. Það er mikill vöxtur í því en við getum ekki mikið vaxið held ég. Það er ekki nema Íslendingar hætti alveg að kaupa sér miða á hátíðina sem ég vona nú ekki en það er mjög gott að það séu svona margir erlendir gestir. Setur blómlegt líf í Reykjavík núna." Til að skapa rými fyrir þennan mikla mannfjölda verður hluta af tveimur götum breytt tímabundið í göngugötur. Um er að ræða annars vegar Laugaveg frá Vatnsstíg niður að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis, og hins vegar Skólavörðustíg frá gatnamótum Bergastaðastrætis að Bankastræti. Herlegheitin hefjast á sjöunda tímanum í kvöld, en dagskrána má finna á heimasíðu hátíðarinnar, Icelandairwaves.is Airwaves Tengdar fréttir Ferðamenn kaupa ekki bara minjagripi Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum hefur færst töluvert í aukana undanfarin misseri. Einungis 14,6 prósent af veltunni er í minjagripabúðum. Kaupmenn á Laugavegi segjast finna fyrir aukinni verslun ferðamanna. 2. nóvember 2015 07:00 Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00 Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00 Spilar tuttugu og þrisvar sinnum á fimm dögum á Airwaves Eftirsóttustu menn Airwaves 2015 „Svo þegar maður byrjar á lokalaginu, þá veit maður að maður er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson trommari, sem spilaði á flestum viðburðum í fyrra. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjar með pompi og prakt í kvöld. Erlenda gesti hefur drifið að í vikunni, en þeir verða í miklum meirihluta á hátíðinni. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar býst við tugþúsundum gesta. Hundruð listamanna munu troða upp um bæinn þveran og endilangan næstu daga. Uppselt er á hátíðina, en alls seldust níu þúsund miðar. Áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því ekki þarf miða á svokallaða hliðarviðburði sem haldnir verða víða um borgina, að sögn Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. „Fólk má fyrst og fremst búast við stórkostlegri skemmtun. Það eru 240 hljómsveitir og listamenn sem spila á 293 opinberum tónleikum, það er tónleikum sem eru á dagskrá. Síðan eru um 690 viðburðir sem gerast utan hátíðarinnar sem við köllum off venue dagskrá þannig að það eru 900 hljómleikar rúmlega sem fólk getur skellt sér á um helgina og þessa daga." Hann segir að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. „Gus Gus, Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur, Sóley, FM Belfast og fleiri sem eru að gera gott mót. Síðan erum við með Beach house, Mercury Rev, Ariel Pink og auðvitað John Grant og sinfonían sem er einn af hápunktunum," segir Grímur og bætir við að metfjöldi ferðamanna verði á hátíðinni í ár. Það eru 5.500 erlendir gestir sem eru á hátíðinni. Það er algjört met, það voru 5000 í fyrra. Það er mikill vöxtur í því en við getum ekki mikið vaxið held ég. Það er ekki nema Íslendingar hætti alveg að kaupa sér miða á hátíðina sem ég vona nú ekki en það er mjög gott að það séu svona margir erlendir gestir. Setur blómlegt líf í Reykjavík núna." Til að skapa rými fyrir þennan mikla mannfjölda verður hluta af tveimur götum breytt tímabundið í göngugötur. Um er að ræða annars vegar Laugaveg frá Vatnsstíg niður að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis, og hins vegar Skólavörðustíg frá gatnamótum Bergastaðastrætis að Bankastræti. Herlegheitin hefjast á sjöunda tímanum í kvöld, en dagskrána má finna á heimasíðu hátíðarinnar, Icelandairwaves.is
Airwaves Tengdar fréttir Ferðamenn kaupa ekki bara minjagripi Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum hefur færst töluvert í aukana undanfarin misseri. Einungis 14,6 prósent af veltunni er í minjagripabúðum. Kaupmenn á Laugavegi segjast finna fyrir aukinni verslun ferðamanna. 2. nóvember 2015 07:00 Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00 Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00 Spilar tuttugu og þrisvar sinnum á fimm dögum á Airwaves Eftirsóttustu menn Airwaves 2015 „Svo þegar maður byrjar á lokalaginu, þá veit maður að maður er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson trommari, sem spilaði á flestum viðburðum í fyrra. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Ferðamenn kaupa ekki bara minjagripi Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum hefur færst töluvert í aukana undanfarin misseri. Einungis 14,6 prósent af veltunni er í minjagripabúðum. Kaupmenn á Laugavegi segjast finna fyrir aukinni verslun ferðamanna. 2. nóvember 2015 07:00
Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00
Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00
Spilar tuttugu og þrisvar sinnum á fimm dögum á Airwaves Eftirsóttustu menn Airwaves 2015 „Svo þegar maður byrjar á lokalaginu, þá veit maður að maður er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson trommari, sem spilaði á flestum viðburðum í fyrra. 30. október 2015 08:00