Mikið reykt og drukkið í íslenskum bíómyndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:13 Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson fá sér smók í kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam. Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira