Audi heldur áfram að ráða starfsfólk Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 13:15 Audi E-Tron Quattro. Audi Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen heldur dótturfyrirtækinu Audi áfram að ganga vel og ræður nú fólk í löngum bunum. Audi var alls ekki laust við dísilvélasvindlið því 2,1 milljón Audi bílar voru einmitt með svindlhugbúnaðinn og verða þeir allir innkallaðir. Audi heldur þó sínu striki og eftirspurnin eftir bílum fyrirtæksins er áfram mikil og svo góð að Audi ræður áfram fólk eins og til stóð áður en svindlið uppgötvaðist. Audi hefur margt nýtt á prjónunum, meðal annars nýjan Audi A4, nýjan Audi TT RS og Audi E-Tron Quattro rafmagnsbíl sem er glænýr bíll frá Audi. Ennfremur áætlar Audi að starfsfólk í verksmiðjum Audi verði verðlaunað með vænum bónusum við árslok eins og á síðustu árum. Það muni ekki breytast þó svo dálkar flestra fjhölmiðla séu uppfullir af fréttum um dísilvélasvindl Volkswagen. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent
Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen heldur dótturfyrirtækinu Audi áfram að ganga vel og ræður nú fólk í löngum bunum. Audi var alls ekki laust við dísilvélasvindlið því 2,1 milljón Audi bílar voru einmitt með svindlhugbúnaðinn og verða þeir allir innkallaðir. Audi heldur þó sínu striki og eftirspurnin eftir bílum fyrirtæksins er áfram mikil og svo góð að Audi ræður áfram fólk eins og til stóð áður en svindlið uppgötvaðist. Audi hefur margt nýtt á prjónunum, meðal annars nýjan Audi A4, nýjan Audi TT RS og Audi E-Tron Quattro rafmagnsbíl sem er glænýr bíll frá Audi. Ennfremur áætlar Audi að starfsfólk í verksmiðjum Audi verði verðlaunað með vænum bónusum við árslok eins og á síðustu árum. Það muni ekki breytast þó svo dálkar flestra fjhölmiðla séu uppfullir af fréttum um dísilvélasvindl Volkswagen.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent