#skammakrókur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 07:00 Mér fannst síðasta vika óvenju þrungin stressi og áhyggjum. En þetta var bara venjuleg vika. Þið vitið. Langir vinnudagar, heimanám með börnunum, matarinnkaup og klósettþrif. Það var starað á netbankann, bölvað iðnaðarmannaskorti í fjölskyldunni og lesnir um það bil 15 tölvupóstar frá skólum, leikskólum og íþróttafélögum. Fundir, safnanir og leikir. Dagbók barnsins er ekki lengur með klipptum hárlokkum og fyrsta brosinu heldur útpæld tímaáætlun flokkuð með yfirstrikunarpennum í fjórum litum. Við þessa venjulegu viku bættust óvenju margar fréttir af streitu íslenskra fjölskyldna. Konur eiga að henda sér í sófann samkvæmt læknisráði. Íslensk börn gætu haft það betra ef við myndum vinna minna og Kringlan væri lokuð á sunnudögum. Og samkvæmt nýlegri rannsókn eru íslenskar fjölskyldur almennt „að þola og þrauka“ daglega lífið og bíða þess að börnin verði eldri svo allir geti farið í golf. Þar að auki var mér boðið í tvo Facebook-hópa: Ekki halda stressi til streitu og Streitustjórnun með núvitund. Og ég fylltist streitu. Hvernig á ég að koma núvitund, jóga, líkamsrækt, göngutúrum, hugleiðslu, tjilli og sófakúri inn í dagskrána mína? Ég var komin í ástandið streita vegna streitu – úrkynjaður krankleiki metorðagjarnar velmegunarkonu. Samviskubitið sem fylgir streitu vegna streitu er svo hliðarverkun ástandsins. En við Íslendingar erum eldfjöll. Fyllumst gremju, bullum og svo flæðir upp úr með gjósandi tilfinningagusum í hashtag-stæl. Þegar ég keyrði Sæbrautina í morgun og las „Ekki skamma þig“ sem stendur skrifað með ljósum á byggingakrana, fannst mér eins og þar væri sjálfsmynd hálfgalinnar þjóðar komin í einu fallegu listaverki. Og mér þótti bara vænt um okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Mér fannst síðasta vika óvenju þrungin stressi og áhyggjum. En þetta var bara venjuleg vika. Þið vitið. Langir vinnudagar, heimanám með börnunum, matarinnkaup og klósettþrif. Það var starað á netbankann, bölvað iðnaðarmannaskorti í fjölskyldunni og lesnir um það bil 15 tölvupóstar frá skólum, leikskólum og íþróttafélögum. Fundir, safnanir og leikir. Dagbók barnsins er ekki lengur með klipptum hárlokkum og fyrsta brosinu heldur útpæld tímaáætlun flokkuð með yfirstrikunarpennum í fjórum litum. Við þessa venjulegu viku bættust óvenju margar fréttir af streitu íslenskra fjölskyldna. Konur eiga að henda sér í sófann samkvæmt læknisráði. Íslensk börn gætu haft það betra ef við myndum vinna minna og Kringlan væri lokuð á sunnudögum. Og samkvæmt nýlegri rannsókn eru íslenskar fjölskyldur almennt „að þola og þrauka“ daglega lífið og bíða þess að börnin verði eldri svo allir geti farið í golf. Þar að auki var mér boðið í tvo Facebook-hópa: Ekki halda stressi til streitu og Streitustjórnun með núvitund. Og ég fylltist streitu. Hvernig á ég að koma núvitund, jóga, líkamsrækt, göngutúrum, hugleiðslu, tjilli og sófakúri inn í dagskrána mína? Ég var komin í ástandið streita vegna streitu – úrkynjaður krankleiki metorðagjarnar velmegunarkonu. Samviskubitið sem fylgir streitu vegna streitu er svo hliðarverkun ástandsins. En við Íslendingar erum eldfjöll. Fyllumst gremju, bullum og svo flæðir upp úr með gjósandi tilfinningagusum í hashtag-stæl. Þegar ég keyrði Sæbrautina í morgun og las „Ekki skamma þig“ sem stendur skrifað með ljósum á byggingakrana, fannst mér eins og þar væri sjálfsmynd hálfgalinnar þjóðar komin í einu fallegu listaverki. Og mér þótti bara vænt um okkur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun