Hæfileg blanda af gleði og stressi Starri Freyr Jónsson skrifar 2. nóvember 2015 15:00 „Ég veit svo sannarlega hvernig það er að stíga sín fyrstu skref og vera stressaður baksviðs. Sjálfur tók ég þátt í Idol-keppninni á sínum tíma,“ segir nýr kynnir Ísland Got Talent, rapparinn Emmsjé Gauti. Vísir/Anton Þessa dagana standa yfir tökur á fyrstu þáttum þriðju þáttaraðarinnar Ísland Got Talent sem sýnd verður á Stöð 2 í vetur. Um er að ræða stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið hér á landi enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda undanfarin tvö ár. Þættirnir í vetur verða með svipuðu sniði og áður nema hvað allir fjórir dómarar þáttanna eru nýir. Auk þeirra mun rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti stíga sín fyrstu skref sem kynnir í sjónvarpsþætti. Það er einungis mánuður síðan Emmsjé Gauti fékk símtal frá Jóni Gnarr, framkvæmdastjóra dagskrársviðs 365, þar sem honum var boðið starfið. Hann segist hafa fengið viðvörunarsímtal áður þar sem honum var tilkynnt að ekki væri um símaat að ræða enda var föstudagskvöld. „Ég vissi þó ekki hvert erindið var fyrir fram og varð svolítið undrandi þegar ég heyrði þessa hugmynd Jóns. Ég fékk að hugsa málið smá stund og svo spjölluðum við aftur síðar um kvöldið eftir að ég hafði ákveðið að taka slaginn.“Hristir úr skjálftann Þetta er í fyrsta sinn sem Emmsjé Gauti tekur að sér verkefni af þessari stærðargráðu. „Ég hef auðvitað komið fram á sviði frá því ég var smástrákur og tekið að mér að vera kynnir á ýmsum viðburðum á borð við litlar rappkeppnir og snjóbrettahátíðina á Akureyri. Það bliknar þó allt í samanburði við að vera kynnir í Ísland Got Talent enda er sú keppni af allt annarri stærðargráðu en flestar keppnir hér á landi.“ Nýja hlutverkið leggst mjög vel í hann enda hefur hann sjálfur staðið í sömu sporum og keppendur þáttarins. „Ég veit svo sannarlega hvernig það er að stíga sín fyrstu skref og vera stressaður baksviðs. Sjálfur tók ég þátt í Idol-keppninni á sínum tíma og veit að ég get stutt vel við bakið á þeim sem eru að koma fram, sérstaklega ungu krökkunum sem eru að stíga á svið í fyrsta sinn. Þetta getur verið mjög stressandi en ég mun gera mitt besta til að hrista skjálftann úr keppendum.“ Síðastliðinn mánuður hefur verið mjög annasamur hjá Emmsjé Gauta eins og flestum öðrum sem koma að þættinum. „Þetta eru búnar að vera spennandi vikur sem hafa einkennst af hæfilegri blöndu af stressi og gleði en þó meira af gleði. En ef ekkert stress er til staðar er heldur ekki gaman. Þetta form er auðvitað alveg nýtt fyrir mann eins og mig og það er búið að vera mjög skemmtilegt og um leið áhugavert að kynnast allri vinnunni á bak við tjöldin.“Nýir dómarar eru mættir til leiks: Dr. Gunni, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Emmsjé Gauti kynnir, Marta María Jónasdóttir og Jakob Frímann Magnússon.Skapa eigin stíl Auðunn Blöndal var kynnir síðustu tveggja þáttaraða og þótti standa sig vel. Emmsjé Gauti segist þó ekki ætla að feta í fótspor hans heldur skapa sinn eigin stíl. „Ég og dómnefndin erum að ná vel saman og þau sjálf sín á milli. Auddi stóð sig auðvitað mjög vel en ég mun skapa minn eigin stíl, alveg eins og dómararnir skapa sinn eigin stíl. Við lærum þó af þeim sem hafa staðið í sporum okkar áður og tökum góða punkta frá þeim. Nýjar áherslur fylgja alltaf nýju fólki en í raun erum við ekkert að reyna að toppa hina heldur bara gera nýtt og gott sjóv með nýju fólki. Þetta verður vafalaust svakaleg þáttaröð og sjónvarpsáhorfendur mega búast við góðri skemmtun.“ Nýja starfið hefur þó sett strik í reikning rapparans sem ætlaði að gefa út nýja plötu fyrir jólin. „Þau áform eru öll farin í köku en ég er þó með tilbúinn helling af nýju efni. Nýja platan fer í smá pásu sem er leiðinlegt því mig langaði að mata aðdáendur mína með góðu rappi. Ég reyni þó pottþétt að gefa út eitthvert nýtt efni kringum áramótin.“ Fyrsti þátturinn af Ísland Got Talent verður sýndur á Stöð 2 í janúar á næsta ári. Ísland Got Talent Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Þessa dagana standa yfir tökur á fyrstu þáttum þriðju þáttaraðarinnar Ísland Got Talent sem sýnd verður á Stöð 2 í vetur. Um er að ræða stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið hér á landi enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda undanfarin tvö ár. Þættirnir í vetur verða með svipuðu sniði og áður nema hvað allir fjórir dómarar þáttanna eru nýir. Auk þeirra mun rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti stíga sín fyrstu skref sem kynnir í sjónvarpsþætti. Það er einungis mánuður síðan Emmsjé Gauti fékk símtal frá Jóni Gnarr, framkvæmdastjóra dagskrársviðs 365, þar sem honum var boðið starfið. Hann segist hafa fengið viðvörunarsímtal áður þar sem honum var tilkynnt að ekki væri um símaat að ræða enda var föstudagskvöld. „Ég vissi þó ekki hvert erindið var fyrir fram og varð svolítið undrandi þegar ég heyrði þessa hugmynd Jóns. Ég fékk að hugsa málið smá stund og svo spjölluðum við aftur síðar um kvöldið eftir að ég hafði ákveðið að taka slaginn.“Hristir úr skjálftann Þetta er í fyrsta sinn sem Emmsjé Gauti tekur að sér verkefni af þessari stærðargráðu. „Ég hef auðvitað komið fram á sviði frá því ég var smástrákur og tekið að mér að vera kynnir á ýmsum viðburðum á borð við litlar rappkeppnir og snjóbrettahátíðina á Akureyri. Það bliknar þó allt í samanburði við að vera kynnir í Ísland Got Talent enda er sú keppni af allt annarri stærðargráðu en flestar keppnir hér á landi.“ Nýja hlutverkið leggst mjög vel í hann enda hefur hann sjálfur staðið í sömu sporum og keppendur þáttarins. „Ég veit svo sannarlega hvernig það er að stíga sín fyrstu skref og vera stressaður baksviðs. Sjálfur tók ég þátt í Idol-keppninni á sínum tíma og veit að ég get stutt vel við bakið á þeim sem eru að koma fram, sérstaklega ungu krökkunum sem eru að stíga á svið í fyrsta sinn. Þetta getur verið mjög stressandi en ég mun gera mitt besta til að hrista skjálftann úr keppendum.“ Síðastliðinn mánuður hefur verið mjög annasamur hjá Emmsjé Gauta eins og flestum öðrum sem koma að þættinum. „Þetta eru búnar að vera spennandi vikur sem hafa einkennst af hæfilegri blöndu af stressi og gleði en þó meira af gleði. En ef ekkert stress er til staðar er heldur ekki gaman. Þetta form er auðvitað alveg nýtt fyrir mann eins og mig og það er búið að vera mjög skemmtilegt og um leið áhugavert að kynnast allri vinnunni á bak við tjöldin.“Nýir dómarar eru mættir til leiks: Dr. Gunni, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Emmsjé Gauti kynnir, Marta María Jónasdóttir og Jakob Frímann Magnússon.Skapa eigin stíl Auðunn Blöndal var kynnir síðustu tveggja þáttaraða og þótti standa sig vel. Emmsjé Gauti segist þó ekki ætla að feta í fótspor hans heldur skapa sinn eigin stíl. „Ég og dómnefndin erum að ná vel saman og þau sjálf sín á milli. Auddi stóð sig auðvitað mjög vel en ég mun skapa minn eigin stíl, alveg eins og dómararnir skapa sinn eigin stíl. Við lærum þó af þeim sem hafa staðið í sporum okkar áður og tökum góða punkta frá þeim. Nýjar áherslur fylgja alltaf nýju fólki en í raun erum við ekkert að reyna að toppa hina heldur bara gera nýtt og gott sjóv með nýju fólki. Þetta verður vafalaust svakaleg þáttaröð og sjónvarpsáhorfendur mega búast við góðri skemmtun.“ Nýja starfið hefur þó sett strik í reikning rapparans sem ætlaði að gefa út nýja plötu fyrir jólin. „Þau áform eru öll farin í köku en ég er þó með tilbúinn helling af nýju efni. Nýja platan fer í smá pásu sem er leiðinlegt því mig langaði að mata aðdáendur mína með góðu rappi. Ég reyni þó pottþétt að gefa út eitthvert nýtt efni kringum áramótin.“ Fyrsti þátturinn af Ísland Got Talent verður sýndur á Stöð 2 í janúar á næsta ári.
Ísland Got Talent Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira