Aukning í sölu nýrra bíla 46,6% í október Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2015 09:33 Það stefnir í ágætt bílasöluár. Sala á nýjum fólksbílum frá 1.–31. október síðastliðnum jókst um 46,6% frá fyrra ári en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 808 stk. á móti 551 í sama mánuði 2014, eða aukning um 257 bíla. 42,2% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. október miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 12.399 fólksbílar það sem af er ári. Líðandi ár stefnir í að vera gott meðalár hvað varðar nýskráningar fólksbíla. Sala nýrra bíla hefur verið góð enda þörf á endurnýjun bílaflotans orðin aðkallandi. Það ber þó að hafa í huga að endurnýjun á bílaflotanum fer að stórum hluta í gegnum bílaleigur en reikna má með að þegar árið verður gert upp, verði allt að helmingur nýskráninga fólksbíla bílaleigubílar. Þeir skila sér svo að stórum hluta útá almennan markað eftir um það bil 15 mánuði segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1.–31. október síðastliðnum jókst um 46,6% frá fyrra ári en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 808 stk. á móti 551 í sama mánuði 2014, eða aukning um 257 bíla. 42,2% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. október miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 12.399 fólksbílar það sem af er ári. Líðandi ár stefnir í að vera gott meðalár hvað varðar nýskráningar fólksbíla. Sala nýrra bíla hefur verið góð enda þörf á endurnýjun bílaflotans orðin aðkallandi. Það ber þó að hafa í huga að endurnýjun á bílaflotanum fer að stórum hluta í gegnum bílaleigur en reikna má með að þegar árið verður gert upp, verði allt að helmingur nýskráninga fólksbíla bílaleigubílar. Þeir skila sér svo að stórum hluta útá almennan markað eftir um það bil 15 mánuði segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent