Fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods: Hann kom fram við mig eins og þræl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2015 14:45 Williams fer hörðum orðum um Woods í nýrri ævisögu sinni. vísir/getty Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott. Golf Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott.
Golf Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira