Fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods: Hann kom fram við mig eins og þræl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2015 14:45 Williams fer hörðum orðum um Woods í nýrri ævisögu sinni. vísir/getty Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira