Fíllinn í stofunni Frosti Logason skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Undanfarin vika hefur verið mannkyninu erfið. Fréttir af sjálfsmorðsárásum dynja á okkur úr öllum heimshornum. Margir setja upp franskan fána til þess að sýna samstöðu en aðrir eru brjálaðir yfir því að ekki sé boðið upp á líbanskan eða nígerískan fána. Hræsni er stóra vandamálið okkar. En af hverju, hvernig og hvers vegna geta svona hræðilegir atburðir gerst í upplýstum samfélögum nútímans? Samfélögum sem hafa komið sér saman um það fyrir margt löngu að deilumál og ágreiningur skuli leyst án blóðsúthellinga, fyrir dómi eða með öðrum siðuðum sáttaleiðum. Bent hefur verið á að auðvitað hafi þetta ekkert með trú að gera. Margir eru trúaðir en bara lítill hluti þeirra er vondur. Langflestir þeirra eru jafnvel rosalega góðir. Þetta getur ekki verið trúin. Er ekki líklegra að þetta orsakist af atvinnuleysi, útskúfun og slæmri félagslegri stöðu? Reyndar segja hryðjuverkamennirnir að þetta sé gert í nafni guðs. Spámaður þeirra hafi móðgast og það þurfi að refsa trúvillingum. En hvað vita þeir? Þeir eru bara orðnir vankaðir af slæmri meðferð Vesturveldanna og vita ekkert hvað þeir eru að segja. Auðvitað er þetta okkur að kenna en ekki trúnni. Við megum alls ekki kenna trúnni um þetta. Því þá gætum við kannski þurft að endurskoða okkar eigin trú. Við komumst ekki langt í umræðunni með því að segja að Múhameð hafi verið rugludallur en Jesús hafi í alvörunni gengið á vatni. Þannig að við skulum bara hunsa fílinn í stofunni. Það má ekki stugga við honum. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá hefði jafnvel aldrei verið neitt Ku Klux Klan án kristni. Og hugsanlega ekkert öfga-íslam án íslams. Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Undanfarin vika hefur verið mannkyninu erfið. Fréttir af sjálfsmorðsárásum dynja á okkur úr öllum heimshornum. Margir setja upp franskan fána til þess að sýna samstöðu en aðrir eru brjálaðir yfir því að ekki sé boðið upp á líbanskan eða nígerískan fána. Hræsni er stóra vandamálið okkar. En af hverju, hvernig og hvers vegna geta svona hræðilegir atburðir gerst í upplýstum samfélögum nútímans? Samfélögum sem hafa komið sér saman um það fyrir margt löngu að deilumál og ágreiningur skuli leyst án blóðsúthellinga, fyrir dómi eða með öðrum siðuðum sáttaleiðum. Bent hefur verið á að auðvitað hafi þetta ekkert með trú að gera. Margir eru trúaðir en bara lítill hluti þeirra er vondur. Langflestir þeirra eru jafnvel rosalega góðir. Þetta getur ekki verið trúin. Er ekki líklegra að þetta orsakist af atvinnuleysi, útskúfun og slæmri félagslegri stöðu? Reyndar segja hryðjuverkamennirnir að þetta sé gert í nafni guðs. Spámaður þeirra hafi móðgast og það þurfi að refsa trúvillingum. En hvað vita þeir? Þeir eru bara orðnir vankaðir af slæmri meðferð Vesturveldanna og vita ekkert hvað þeir eru að segja. Auðvitað er þetta okkur að kenna en ekki trúnni. Við megum alls ekki kenna trúnni um þetta. Því þá gætum við kannski þurft að endurskoða okkar eigin trú. Við komumst ekki langt í umræðunni með því að segja að Múhameð hafi verið rugludallur en Jesús hafi í alvörunni gengið á vatni. Þannig að við skulum bara hunsa fílinn í stofunni. Það má ekki stugga við honum. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá hefði jafnvel aldrei verið neitt Ku Klux Klan án kristni. Og hugsanlega ekkert öfga-íslam án íslams. Eða hvað?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun