Graeme McDowell sigraði í Mexíkó 16. nóvember 2015 22:00 McDowell er mjög vinsæll kylfingur meðal golfáhugamanna. Getty Graeme McDowell sigraði á sínu þriðja móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum í dag en hann lék best allra á OHL Classic á El Camaleon vellinum í Mexíkó. Vegna verðurs tókst ekki að klára mótið í gær en að loknum 72 holum voru þrír kylfingar jafnir í efsta sæti á 18 höggum undir pari, McDowell, Jason Bohn og Russell Knox. Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem McDowell tryggði sér kærkomin sigur með fugli á fyrstu holu en hann hefur verið í töluverðu basli með leik sinn á árinu. Spennan var ekki mikið minni á BMW Masters sem fram fór á Evrópumótaröðinni um helgina en margir af bestu kylfingum heims voru skráðir til leiks. Þar enduðu þeir Patrick Reed og Kristoffer Broberg jafnir á 17 höggum undir pari en sá síðarnefndi hafði betur í bráðabana og vann þar með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Fyrir sigurinn fékk Broberg rúmlega 170 milljónir króna sem verður að teljast ágætt fyrir kylfing sem lék á Nordic Tour fyrir aðeins nokkrum árum, sömu mótaröð og íslensku kylfingarnir Axel Bóasson og Ólafur Björn Loftsson unnu sér inn þátttökurétt á fyrir stuttu. Evrópumótaröðinni líkur svo um næstu helgi á Jumeirah vellinum í Dubai en þá fer fram stærsta mót ársins á henni, Dubai meistaramótið, þar sem gríðarlegar fjárhæðir verða í boði fyrir efstu menn. Golf Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Graeme McDowell sigraði á sínu þriðja móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum í dag en hann lék best allra á OHL Classic á El Camaleon vellinum í Mexíkó. Vegna verðurs tókst ekki að klára mótið í gær en að loknum 72 holum voru þrír kylfingar jafnir í efsta sæti á 18 höggum undir pari, McDowell, Jason Bohn og Russell Knox. Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem McDowell tryggði sér kærkomin sigur með fugli á fyrstu holu en hann hefur verið í töluverðu basli með leik sinn á árinu. Spennan var ekki mikið minni á BMW Masters sem fram fór á Evrópumótaröðinni um helgina en margir af bestu kylfingum heims voru skráðir til leiks. Þar enduðu þeir Patrick Reed og Kristoffer Broberg jafnir á 17 höggum undir pari en sá síðarnefndi hafði betur í bráðabana og vann þar með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Fyrir sigurinn fékk Broberg rúmlega 170 milljónir króna sem verður að teljast ágætt fyrir kylfing sem lék á Nordic Tour fyrir aðeins nokkrum árum, sömu mótaröð og íslensku kylfingarnir Axel Bóasson og Ólafur Björn Loftsson unnu sér inn þátttökurétt á fyrir stuttu. Evrópumótaröðinni líkur svo um næstu helgi á Jumeirah vellinum í Dubai en þá fer fram stærsta mót ársins á henni, Dubai meistaramótið, þar sem gríðarlegar fjárhæðir verða í boði fyrir efstu menn.
Golf Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira