Leikjavísir

Klámnotkun dróst saman við útgáfu Fallout 4

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallout er einn vinsælasti tölvuleikurinn í heiminum.
Fallout er einn vinsælasti tölvuleikurinn í heiminum. vísir
Ein stærsta klámsíða í heiminum hefur nú gefið út tölfræði um umferð inn á síðuna í síðustu viku. Þar kemur glögglega í ljós að hún dróst saman um tíu prósent. Margir vilja meina að ástæðan sé útgáfan af tölvuleiknum Fallout 4.

Leikurinn kom út þann 10. nóvember.

„Seinnipartinn varð umferðin eðlileg en við tókum vel eftir þessu í síðustu viku,“ segir í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum PornHub.

„Síðar um kvöldið mátti sjá að umferðin varð 15 prósent meiri en á venjulegum degi.“

Um sextíu milljónir heimsækja síðuna á hverjum degi. Þegar leikurinn kom út seldust tólf milljónir eintaka. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×