Vitfirring Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Markmið morðingjanna í París um helgina var að höggva að rótum siðaðs samfélags. Ef siðuð lýðræðisríki telja sig í kjölfarið nauðbeygð til að grípa til aðgerða sem verulega hefta frelsi almennings til daglegra athafna fagnar ógnvaldurinn. Við viljum ekki stjórnvöld sem hafa líf borgaranna undir smásjá – ekki lögreglu og landamæraverði með alvæpni. Þannig fórnum við lífsgæðunum, sem skipa samfélögum okkar í fremstu röð. En ógnin frá blóðþyrstum stigamönnum er raunveruleg. Gegn henni duga engin lausatök. Staðhæfing um að stríð geisi milli múslima og Evrópu stenst ekki. Til þess er of erfitt að festa hendur á óvininum. Öfgahóparnir eru fámennir og ekki fulltrúar neinna lögmætra yfirvalda, hvað þá heilla trúarbragða eða þjóða. Þeir njóta lítillar hylli í sínu nánasta umhverfi. Þetta er glæpastarfsemi frekar en hernaður. Í París voru afvegaleidd ungmenni að verki, heilaþvegin handbendi ofstækismanna sem vinna óhæfuverk sín í nafni trúarbragða, auðvitað umboðslausir með öllu. „Við erum miður okkar yfir því sem gerst hefur, en munum aldrei snúa baki við lífsgildum okkar,“ sagði Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, eftir voðaverkin í Útey sumarið 2011, þegar vitfirringurinn Anders Breivik varð 77 manns að bana með heimagerðum sprengjum og skotvopnum. „Svarið er virkara lýðræði, opnara samfélag og meiri manngæska,“ sagði Stoltenberg og bætti við að norska þjóðin væri ekki í hefndarhug. „Við ætlum okkur að mæta hatrinu með ástúð,“ sagði hann. Viðbrögð Stoltenbergs vöktu aðdáun. Þó að Noregur verði aldrei samur eftir harmleikinn í Útey tókst Breivik ekki að eitra þannig út frá sér að fólk verði þess vart alla daga. Honum tókst ekki ætlunarverkið, að láta hatrið ala af sér meira hatur. Eirin Kristin Kjær varð fyrir fjórum skotum í Útey. Hún komst lífs af við illan leik. Hún var nokkrum árum áður skiptinemi á Höfn í Hornafirði og kom í heimsókn til Íslands skömmu eftir harmleikinn. Fréttablaðið tók við hana viðtal og hún sagði meðal annars: „Breivik er bara lítill maður – ekki skrímsli.“ Við skulum vona að Frökkum auðnist að vinna úr grimmd helgarinnar líkt og Norðmenn hafa gert. Aðstæður eru vissulega ólíkar. Breivik var einyrki. Hann var tekinn úr umferð. Í París voru ódæðismennirnir hluti af glæpagengi, sem enn er til. En tilgangurinn er hinn sami, að eyðileggja samfélagið. Það má ekki takast. Skoðun Donalds Trump, sem enn leiðir baráttuna um að verða forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum, á atburðunum í París er hrollvekjandi. Hann sagði á fundi í Texas á laugardag að vopnaburður almennings í París hefði getað dregið úr hörmungunum: „Það var enginn með byssu nema vondu karlarnir, “ sagði hann og hneykslaðist á Frökkum fyrir stranga byssulöggjöf. Trump nefndi ekki, að byssur í almannaeigu í Bandaríkjunum hafa kostað fleiri mannslíf en hryðjuverk þar í landi undanfarin ár. Vitfirring er ekki svarið við vitfirringu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun
Markmið morðingjanna í París um helgina var að höggva að rótum siðaðs samfélags. Ef siðuð lýðræðisríki telja sig í kjölfarið nauðbeygð til að grípa til aðgerða sem verulega hefta frelsi almennings til daglegra athafna fagnar ógnvaldurinn. Við viljum ekki stjórnvöld sem hafa líf borgaranna undir smásjá – ekki lögreglu og landamæraverði með alvæpni. Þannig fórnum við lífsgæðunum, sem skipa samfélögum okkar í fremstu röð. En ógnin frá blóðþyrstum stigamönnum er raunveruleg. Gegn henni duga engin lausatök. Staðhæfing um að stríð geisi milli múslima og Evrópu stenst ekki. Til þess er of erfitt að festa hendur á óvininum. Öfgahóparnir eru fámennir og ekki fulltrúar neinna lögmætra yfirvalda, hvað þá heilla trúarbragða eða þjóða. Þeir njóta lítillar hylli í sínu nánasta umhverfi. Þetta er glæpastarfsemi frekar en hernaður. Í París voru afvegaleidd ungmenni að verki, heilaþvegin handbendi ofstækismanna sem vinna óhæfuverk sín í nafni trúarbragða, auðvitað umboðslausir með öllu. „Við erum miður okkar yfir því sem gerst hefur, en munum aldrei snúa baki við lífsgildum okkar,“ sagði Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, eftir voðaverkin í Útey sumarið 2011, þegar vitfirringurinn Anders Breivik varð 77 manns að bana með heimagerðum sprengjum og skotvopnum. „Svarið er virkara lýðræði, opnara samfélag og meiri manngæska,“ sagði Stoltenberg og bætti við að norska þjóðin væri ekki í hefndarhug. „Við ætlum okkur að mæta hatrinu með ástúð,“ sagði hann. Viðbrögð Stoltenbergs vöktu aðdáun. Þó að Noregur verði aldrei samur eftir harmleikinn í Útey tókst Breivik ekki að eitra þannig út frá sér að fólk verði þess vart alla daga. Honum tókst ekki ætlunarverkið, að láta hatrið ala af sér meira hatur. Eirin Kristin Kjær varð fyrir fjórum skotum í Útey. Hún komst lífs af við illan leik. Hún var nokkrum árum áður skiptinemi á Höfn í Hornafirði og kom í heimsókn til Íslands skömmu eftir harmleikinn. Fréttablaðið tók við hana viðtal og hún sagði meðal annars: „Breivik er bara lítill maður – ekki skrímsli.“ Við skulum vona að Frökkum auðnist að vinna úr grimmd helgarinnar líkt og Norðmenn hafa gert. Aðstæður eru vissulega ólíkar. Breivik var einyrki. Hann var tekinn úr umferð. Í París voru ódæðismennirnir hluti af glæpagengi, sem enn er til. En tilgangurinn er hinn sami, að eyðileggja samfélagið. Það má ekki takast. Skoðun Donalds Trump, sem enn leiðir baráttuna um að verða forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum, á atburðunum í París er hrollvekjandi. Hann sagði á fundi í Texas á laugardag að vopnaburður almennings í París hefði getað dregið úr hörmungunum: „Það var enginn með byssu nema vondu karlarnir, “ sagði hann og hneykslaðist á Frökkum fyrir stranga byssulöggjöf. Trump nefndi ekki, að byssur í almannaeigu í Bandaríkjunum hafa kostað fleiri mannslíf en hryðjuverk þar í landi undanfarin ár. Vitfirring er ekki svarið við vitfirringu.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun