Infinity framleiðir samkeppnisbíl S-Class Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 15:53 Infinity Q80 hugmyndabíllinn sem sýndur var í París í haust. businesswire Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent
Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent