Anton afturgenginn Óttar Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Aldargömul umræða um miðla og skyggnilýsingar blossaði upp á dögunum. Getur einhver náð vitrænu sambandi við annan heim? Nýlega hitti ég drykkfelldan, atvinnulausan miðil fyrir utan Borgarleikhúsið. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að Anton Chekhov leikskáld gengi aftur í leikhúsinu. Skáldið ráfaði friðlaust um í leit að einhverjum sem bæri ábyrgð á uppsetningunni á Mávinum. Hann heyrðist muldra fyrir munni sér í sífellu: „Mávurinn átti að gerast meðal rússneskra aðalsmanna í sumarhúsi. Þeir klæddust hörfötum og drukku kampavín. Ég kannast ekkert við þetta íslenska hyski í flíspeysum í orlofsbústað sem var á sviðinu. Rússnesk hámenning vék fyrir drykkjulátum með bjór, karókí, bölvi og ragni og Bubba Morthens. Þetta er ekki leikritið mitt heldur skopstæling eða skrípaleikur. Hvað með höfundarréttinn?“ Ég fór á sýningu á Mávinum um daginn og skil Anton ágætlega. Hann verður samt að hætta þessu væli. Allir vita að leikhúsin mega taka leikverk og breyta þeim að vild. Lokasenan í Hamlet má breytast í klæðskiptingapartí. Fjalla-Eyvindur má enda sem þunglyndur jarðfræðingur. Breyta má Skugga-Sveini í lipran ballettkennara og Trójudætrum í súludansmeyjar. Bjartur í Sumarhúsum er barnaperri með lán hjá Kaupþingi. Allt má í leikhúsinu. Umræðan um höfundarrétt fjallar bara um niðurhal á netinu og höfunda sem halda að þeir eigi sín eigin hugverk. Í ríkisleikhúsunum eiga leikstjórarnir verkin og geta breytt þeim í takt við eigin hugaróra. Anton ráfaði um leikhúsið tautandi: „Hvar eru allir listamennirnir sem mótmæla höfundarréttarbrotum á netinu? Af hverju koma þeir mér ekki til hjálpar. Verð ég að hafa samband við Pútín?“ Hann settist niður og grét beisklega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun
Aldargömul umræða um miðla og skyggnilýsingar blossaði upp á dögunum. Getur einhver náð vitrænu sambandi við annan heim? Nýlega hitti ég drykkfelldan, atvinnulausan miðil fyrir utan Borgarleikhúsið. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að Anton Chekhov leikskáld gengi aftur í leikhúsinu. Skáldið ráfaði friðlaust um í leit að einhverjum sem bæri ábyrgð á uppsetningunni á Mávinum. Hann heyrðist muldra fyrir munni sér í sífellu: „Mávurinn átti að gerast meðal rússneskra aðalsmanna í sumarhúsi. Þeir klæddust hörfötum og drukku kampavín. Ég kannast ekkert við þetta íslenska hyski í flíspeysum í orlofsbústað sem var á sviðinu. Rússnesk hámenning vék fyrir drykkjulátum með bjór, karókí, bölvi og ragni og Bubba Morthens. Þetta er ekki leikritið mitt heldur skopstæling eða skrípaleikur. Hvað með höfundarréttinn?“ Ég fór á sýningu á Mávinum um daginn og skil Anton ágætlega. Hann verður samt að hætta þessu væli. Allir vita að leikhúsin mega taka leikverk og breyta þeim að vild. Lokasenan í Hamlet má breytast í klæðskiptingapartí. Fjalla-Eyvindur má enda sem þunglyndur jarðfræðingur. Breyta má Skugga-Sveini í lipran ballettkennara og Trójudætrum í súludansmeyjar. Bjartur í Sumarhúsum er barnaperri með lán hjá Kaupþingi. Allt má í leikhúsinu. Umræðan um höfundarrétt fjallar bara um niðurhal á netinu og höfunda sem halda að þeir eigi sín eigin hugverk. Í ríkisleikhúsunum eiga leikstjórarnir verkin og geta breytt þeim í takt við eigin hugaróra. Anton ráfaði um leikhúsið tautandi: „Hvar eru allir listamennirnir sem mótmæla höfundarréttarbrotum á netinu? Af hverju koma þeir mér ekki til hjálpar. Verð ég að hafa samband við Pútín?“ Hann settist niður og grét beisklega.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun